Á fróni...

mánudagur, janúar 17, 2005

Svartasta skammdegið

er núna... sæll hvað það er mikið myrkur. Ég verð alltaf jafn hissa ár eftir ár hvað það er dimmt og síðan í sumar hef ég orð á því hve bjart er úti og hvort það sé bara ekki bjartara núna en í fyrra. Svona til að lífga upp á skammdegið eftir að jóladótið er komið niður í kassa og íbúðin er eins og maður sé ný fluttur inn en það er nú önnur ella, þá dreif ég mig niður í blómaval í gær og keypti mér 2 heilsárseríur og 2 bleika blómapotta undir kaktusa til að gefa skammdeginu lit. Mér finnst nefnilega bráðnauðsynlegt að lita tilveruna á veturna með fallegum hlutum svona á meðan svartasta myrkið er. Kertaljós eru líka mjög mikilvæg til að gefa ljós og hlýju. Guðmundi áskotnaðist i jólagjöf frá jobbanum forláta kertastjaki undir 6 sprittkerti. Þetta er flottur stjaki úr gleri og er ílangur. Þegar búið er að kveikja á kertum þá er eins og þau hanga í lausu lofti, nokkuð smart og lífgar vel upp á stofugluggann hjá okkur.
Á fimmtudaginn ætla ég að hafa saumklúbb fyrir sunddrottningarnar og þarf að bjóða þeim upp á e-ð létt og litríkt til að gleðja bæði munn og augu.
Ég eins og fleiri íslendingar horfði með elju á peningasöfnun aldarinnar á sl. laugardag. Þessi ágæti þáttur reyndist hin besta skemmtun á köflum fyrir utan ömurlegar myndir af hamfarasvæðunum inn í milli til að minna mann á tilgang þáttarins. Þáttastjórnendur stóðu sig með stakri prýði fyrir utan uppoðsvilla naglbít sem fór ýkt í taugarnar á mér og sérstaklega þegar að líða tók á kvöldið. Þvílíkir stælar og hamagangur hef ég ekki séð á nokkrum manni lengi. Ég veit ekki hvað olli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem félaginn stígur á stokk í beinni útsendingu en stælarnir voru skólarbókardæmi um hvernig stressaður einstaklingur hagar sér og stafar það yfirleitt af reynsluleysi sem fer ekki fyrir hjá Villa. Hrósið fá þátttakendur í hlaupinu mikla (TÆR snilld, sérstaklega ástarbréfin til makanna og ofurfjölmiðlaparið Logi og Svanhildur fyrir skemmtilega og líflega framkomu, sérstaklega uppboðið á bindinu hans Loga var frekar gott innlegg. Mér fannst allavega notalegt að liggja undir sæng í náttfötum með kertaljós og horfa á peninganna safnast inn fyrir góðan málstað en ég hringdi allavega aftur inn þetta kvöld og vonandi fær vesalings fólkið á sjá þessa peninga í verki.

1 Comments:

  • Myrkrið gæti verið meira .. já ef það væri nú ekki snjór úti til að gera skammdegið bjartara. Alltaf horfa á björtu hliðarnar Sara mín .. þetta er yndislegur snjór, janúar er yndislegur mánuður :) Þá er um að gera að nýta sér snjóinn og þennan mánuð í að skemmta sér eins og að fara á skíði, skella sér á skauta, eða fara í góðan jeppatúr og kynnast náttúru Íslands í vetrarklæðunum. Sem er ekki verra en náttúra Íslands á sumrin ;)
    Þetta með Villa, þá er hann að leika ákveðið "hlutverk", hefur þú ekki séð hann í bíngóinu á skjá einum?

    By elin, at 7:35 PM  

Post a Comment

<< Home