Á fróni...

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Alexandra

Hendriksen er sænsk vinkona mín frá Spánardvöl minni hérna um árið. Hún kom til landsins í brúðkaupið okkar og ég hef alltaf verið í bandi við hana fyrir jól, eða milli jóla og nýárs. Síðan á annan í jólum hef ég reynt að hafa upp á henni, bæði í gegnum síma og tölvupóst. Ég veit nefnilega að hún hefur oft farið til Tælands og eytt jólum og árarmótum á phiphi eyju eða þar í kring. Síðan þessar hörmungar skullu á heiminn hef ég verið að vafrað um hina ýmsu síður, skoðað sænsku pressuna og leitað að nafninu hennar. Því miður hef ég ekki fengið nein svör frá henni né fundið neitt um hana. Á þessum síðum sem ég hef verið að skoða eru myndir af fólki, líkum og þeirra sem er saknað og mörg hver eru óþekkjanleg og svo illa farin. Þetta er allt svo hræðilegt og vesalings ástvinir þessa fólks sem ekki er hægt að þekkja. Ég bíð alltaf eftir því að sjá mynd af Alex finnst hún hefur ekki haft samband því það er mjög ólíkt hanni að svara ekki tölvupósti um hæl og síminn hennar hringir bara út. Ég verð að bara að bíða þar til Svíjarnir birta listann með nöfnu þeirra sem eru dánir og þeirra sem er enn saknað og vona bara að hennar nafn sé ekki á. Reyndar held ég enn í vonina því hún er flugfreyja hjá emraties og staðsett í Dubai þannig að erfitt getur verið að ná í hana í síma, en tölvupóstinn kemst hún alltaf í.
Vonandi dúkkar hún upp fljótlega...

1 Comments:

  • Hæ skvís!
    Hefur þú ekki enn þá heyrt í Alexöndru? Svíarnir ætla ekki að birta listann með nöfnunum. En Alexandra er vonandi bara að flugfreyjast og hefur ekki skoðað póstinn sinn. Vonum það besta!!!
    Knús,
    Ylfa.

    By Anonymous, at 4:50 PM  

Post a Comment

<< Home