Á fróni...

föstudagur, nóvember 26, 2004

Auglýst er eftir manni á rauðum bíl

Maður er gersamlega orðlaus eftir fréttir í gær um stelpuna sem var skilin eftir upp á miðri heiði blaut og köld. Hvað er að fólki spyr ég sjálfan mig þegar ég er að reyna gera mér hugarlund hvað í andskotanum fær fólk til að framkvæma svona verknað. Já ég blóta því svona fólk eins og þessi maður á ekki skilið að lifa í samfélaginu. Það hefði verið skömminni skárra að taka konu og skilja hana eftir. Hún getur þó varið sig og tekið á málinu sem fullorðin einstaklingur en að taka barn, sem er það heilagasta, hreinasta og saklausasta sem er til…. Djövull er ég reið ég bara get ekki orða bundist yfir hverskonar fokking fáviti þessi maður er. Ef dauðarefsing er e-n tíma réttlætanleg þá er hún yfir fólki sem framkvæmir svona verknað. Rullan góða sem var lesin yfir manni æ ofan í æ sem krakki, að maður ætti aldrei að tala við ókunnugra, er víst ekki of oft kveðin. Og að brýna fyrir börnum að fólk sem það þekkir á einum stað og á samskipti við, t.d. starfsmenn skóla eiga VERA í skólanum, ekki fara fyrir utan hann. Slæmar fréttir koma alltaf frá fólki sem maður þekkir, fjölskyldumeðlimum osfv. Í kvöld á sundæfingunni með mínum börnum ætla ég svo sannarlega að tala um þetta við þau og brýna mikilvægi þessara atriða fyrir þeim. Svo vona ég heit og innileg að þessi maður á rauðabílnum verði tekin úr umferð og fá aldrei að sjá ljósið aftur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home