Á fróni...

mánudagur, janúar 10, 2005

Ný læknavísindi

Við Guðmundur fórum í 30 afmæli á laugardaginn. Þetta var voðalega fínt partý með góðum veitingum versta var að við þekktum engan allavega ekki ég. Fyrir mér er svoleiðis staða mjög sérstök því yfirleitt þekki ég e-ð fólk í veislum. Það sem situr í mér eftir þessa ágætu kvöldstund er samtal sem ég átti við ungan lækni, konu sem er glæsileg í alla staði, var bæði fyndin og skemmtileg. Við fórum að tala saman um hvernig samfélagið setur pressu á fólk, í mínu tilfelli að vera gift kona og vera ekki búin að eignast börn og í hennar tilfelli að vera einhleyp og ná sér ekki í kall. Umræðan leiðist út í eðli læknastarfsins og hvernig er að vera kvennlæknir. Því hún hafði upplifað oft að vera innan um sjúklinga sem segja... heyrðu vina, ég er enn þá að bíða eftir lækninum en djööö ég er læknirinn. Það er eins og sjúklingar geri sér ekki grein fyrir því að ungar konur undir 30 geta líka verið læknar en þeir eiga bara von á 50tugum kalli í jakkafötum. Þetta minnir mig á söguna sem Jóhanna sunddrottning sagði þegar hún var coari á leið og kvennfarþegi kvartaði við afgreiðsluna um að flugfreyjan hafði ekki boðið upp á neinar veitingar heldur bara sat allan tímann frammí hjá flugstjóranum. Áfram með læknasamtalið... Eðli læknastarfsins getur gefið af sér nýtt og fyndið sjónarhorn sem ég hef ekki hugsað úti. Þegar þessi unga glæsilega kona sagði mér, að stundum hugsaði hún um hvað hún væri eiginlega að gera, sjúklingur kemur segir frá sínum innilegustu hlutum allt frá hægðum og eðli þeirra, yfir í getuleysi og vera aumur þar eða hér. Sérstaklega staldraði hún við í eitt skipti er hún sagði við sjúkling; viltu gjöra svo vel og afklæðast og sjúklingurinn vippar sér úr fötunum hraðar en hann afklæðist fyrir framan makann sinn. Læknir segir aflæðast og fullorðið fólk bara hendir af sér spjörunum án þess að mótmæla nokkuð. Ég hef aldrei sett mig í spor ungskvennkynslæknis sem er að fikta í typpum á jafnöldrum sínum eða ráðleggja 50 kallmönnum um getuleysi, hluti sem þeir ræða ekki einu sinni við konuna sína. Hún sagði mér frá rannsókn sem sýndi að fleiri karlmenn leita til annarra karl lækna vegna risnuvandamála en til kvennlækna. Þeim kannski finnst auðveldara að tala við sitt kyn um þetta vandamál en við kvennkynið.

Merkilega +ahugverð nálgun á læknastarfið... kannski bara ný læknavísindi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home