Á fróni...

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár

er vert að óska þeim sem lesa þessa síðu og ég hef ekki enn hitt. Annars áttum við Guðmundur bæði góð og gleðileg jól hérna á Réttarholtsveginum með settinu og afa. Þvílíkur matur var snæddur með bestu list og notalegt kvöldstund hefur verið skrifuð í bók minninganna. Áramótunum eyddum við í hjallanum þar sem amma og afi að norðan mættu til höfuðborgarinnar og hef ég ekki eytt með þeim árarmótum í 10 ár. Ég var róleg á gamlarsdag því 1. janúar fórum við í brúðkaup til Elínar og Magnúsar. Mér finnst þetta frábær leið að hefja nýtt ár, gifta sig, bjóða til veislu og vera með skemmtilegu fólki fram eftir nóttu. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu skemmtilegar sunddrottningarnar eru þvílíka stuðið var á okkur. Svo mikið stuð að við enduðum á Nasa syngjandi við Stuðmenn. Ég var líka búin að gleyma hvað Stuðmenn eru skemmtilegir "live" ... Það er svo gaman að geta sungið með öllum lögunum þeirra sem gerir allt miklu ballið skemmtilegra. Ég fór heim þegar tærnar voru endanlega búnar á því og eru þær enn bláar.

Hversdagsleikinn er tekin við, ég er að reyna klára spurningarlistana mína fyrir lokaverkefnið, þvílíkan tíma sem þessir listar hafa tekið. Er eiginlega alveg komin með grænar og GHK getur endalaust sett út á þá. Held að þeir þyrftu að kenna einn kúrs í grunnnáminu svona til að maður geti auðveldað sér spurningarlistargerð. Annars eru einkunnirnar komnar, fekk 8,0 og 8,5. Nokkuð sátt annars er mér orðið alveg sama um einkunnir heldur vil ég bara ljúka þessu af sem fyrst, þ.e. ritgerðinni.
Eitt merki um hversdagsleikann er að hluti sunddrottninganna er farin að tínast til útlanda, Sigga farin til Flórida og Margrét fer í dag. Mig langar ekkert smá til að fara til þeirra og eiga góða stund í lífinu þeirra úti en vonandi sé ég þær áður en sumarið rennur í garð. Setti mér allavega markmið um að reyna fara til þeirra áður en þær koma heim.
Annars vil ég þakka öllum vinum og vandamönnum fyrir árið sem er liðið og ætla að leggja mitt af mörkum til að næsta verði enn þá skemmtilegra.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home