Á fróni...

miðvikudagur, desember 01, 2004

Heitt gas og spurningarlistar

Hitti GHK próffann minn í morgun vegna MA ritgerðarinnar. Oohhh ég vona svo innilega að spurningarlistarnir séu loksins tilbúnir svo hægt sé koma þessu af stað. Félaginn er nefnilega að fara utan í mars til dene með fjölskylduna í rannsóknarleyfi. Það þýðir að ritgerðin verður að vera búin fyrir þann tíma, allavega það sem snertir hans leiðsögn, nema ég elti hann til dene… sem væri nú hálf fyndið. Í hvert skipti sem ég geng út frá GHK er ég svo bjartsýn á að ég massi ritgerðina á met tíma. Hann hleypir í mann kraft, er alltaf svo jákvæður og fyndinn að mér finnst á endanum þessi ágæta ritgerð verði hrist úr erminni minni eigi síðar en í gær, svo einföld verður hún. Hún hrjáir mig nú ekkert sérstaklega það er frekar þegar henni er lokið sem hræðir mig. Hvað á maður að gera eftir margra ára háskólanám og enga vinnu er að hafa. Ég kvíði ekkert smá fyrir því að fara leita að framtíðarvinnu og fá 9 nei á móti 1 jái. Úff ekki skemmtilegt

Annars gengur hálf hægt að lesa fyrir prófið á mánudaginn. Ég e-n veginn er ekki alveg í stemmara, vill bara vera jólast hérna heima og græja eldhúsið. Vel á minnst kom pabbi áðan og tengdi gasið… íhhaaa nú er hægt að elda mat á öðru en prímus og í ofni. Massa svalt finnst mér… einnig gætu aðrir notið góðs af eldavélinni því nú er hægt að bjóða fólki í mat sem mér þykir ekki leiðinlegt.

2 Comments:

  • Hæ skvís!
    Gaman að þú sért farin að blogga aftur :)
    Gangi þér vel að lesa fyrir prófið á mánudaginn!!!
    Er einmitt í sama pakka langar bara að dúllast í jólaundirbúningi....en enginn tími til þess...annars er þetta: http://www.simnet.is/mus1/smakokur.htm skemmtileg síða með fullt af smákökuppskriftum ef þú ætlar að nota ofninn fyrir jólinn ;)
    Kossar og knús,
    Ylfa.

    By Anonymous, at 11:09 AM  

  • Hæhæ, gaman að bloggið sé lifnað við. Er sjálf að byrja í próflestri og nenni því ekki neitt, langar bara að koma heim og undirbúa jólin!
    Værirðu svo til í að senda mér nýja heimilisfangið ykkar á mariasig@tele2.se?
    Sjáumst í des/jan...kveðjur frá Stokkhólmi - María

    By María, at 10:17 AM  

Post a Comment

<< Home