Á fróni...

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Framkvæmdir og Jólahvað

Úff hvað við Gvendur vorum dugleg um helgina, það voru hengdar upp gardínur, hillur, stálið límt á eldhúsbekkinn og við kláruðum að mála. Á sunnudagskvöld fengum við okkur bjór og kveiktum á einu kerti sem verður síðar hluti af aðventukransinum þegar hann verður tilbúin. Í gærkveldi var síðan klárað að fúa eldhúsið og pabbi æltar að koma og tengja gasið. Vá hvað ég verð fegin að geta eldað á eldavél en ekki á primus eins og við höfum gert sl. vikur. Settið mitt og fjölskyldan var fyrir norðan um helgina að gera laufarbrauð. Ég man satt ekki að segja hvenar ég tók þátt í því síðast því svo mörg eru árin. Ég hef verið í prófum sl. 6 ár alltaf í desember og hef því ekki komist síðan var ég á spáni og í dene, eflaust slagar í 10 ár. Samt man ég alltaf eftir því þegar ég og settið fór til Keflavíkur til ömmu lang heitinnar og gerðum laufarbrauð með henni og Sæmundir undir jólasöngvum Ólafs Gauks og mæðgum. Merkilegt hvað jólaminningar koma upp í kollin á manni svona þegar nær dregur jólum. Kannski vegna þess að maður sjálfur er að búa sér til sínar eigin hefðir. Ég og Gvendur til dæmis höfum ákveðið að vera hérna á Réttarholtsveginum á aðfangadag og settið og afi koma líka. Fínt að prufa e-ð nýtt, eða prufa sig áfram í hefðarleit. Næsti mánuðuðr verður mjög skemmtilegur fyrir utan 2 próf sem ég þarf núna að fara lesa undir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home