Á fróni...

miðvikudagur, desember 22, 2004

jólastúss...

Guð sé lof fyrir próflok og að bóklegum akademískum námskeiðum er lokið... í bili að minnstakosti. Síðasta vika var létt biluð því ég hafði of mikið á könnunni, próf, gæsaundirbúning, gæsun, klára vinnu það sem átti eftir að gera hérna heima plús að reyna þrífa, græja jólapakkana og skrifa á jólakort. Eftir nokkra umhugsun þá ákvað ég að senda engin jólakort þetta árið því ég sendi alltaf 5o stk eða næstum því, og fæ nokkur í staðin. Ég hef alltaf lagt mikið uppúr því að skrifa persónuleg kort og ekkert kort er eins. Núna ákvað ég að senda jólakveðju á RÁS 1 á Þorláksmessu sem verður lesin í kveðjunum er koma frá Reykjavík. Þá fá allir vinir og vandamenn jólakveðjur frá okkur Gumma. Þannig ef þú færð ekkert kort, færðu kveðju í útvarpinu. Mig bara langaði að sjá hverjir myndu senda mér þetta árið án þess að fá neitt í staðin. Mér finnst nefnilega alltaf svo vænt um að fá jólakort og hef þess vegna lagt mikið í þau sjálf. En núna prufa ég e-ð nýtt-alltaf gott að breyta til eins og klippingin sem ég fór í sl. föstudag. Ég er nú svo sem að jafna mig en mér fannst ég ansi gassaleg, sérstaklega litirnir. úff, en held að bláalónsferðin í gæsaveislunni hennar Elínar hafi reddað hárinu því hárið hreinsaðist að mér fannst eftir lónið. Eftir prófið á fimmtudaginn fórum við í koktel í boði skattgreiðanda... svo sem ekki slæmt að vita í hvað skattarnir fara en ... við vorum nokkur sem vorum orðin hress og ég bauð liðinu heim í allt draslið. Þetta skapaði mikla lukku og fór liðið heim um 11 frekar skakkt. Þetta voru einstaklingar, bæði konur og karlar sem eru með mér í náminu og ég þekki bæði vel og illa. Þetta var svo skemmtilegt kvöld og fólkið var svo skemmtilegt að við ætlum að endurtaka leikinn og hafa matarboð e. jól e-n tíma í janúar.
Um helgina tókum við síðan Elínu vinkonu í gæsun. Hlynur á fréttarstofu RUV tók hana í viðtal vegna nýsköpunarsjóðsverkefnis sem hún gerði í sumar. Hana grunaði nú e-ð en átti nú ekki von á að hann myndi mæta með Kamerumanninn með sér og byrja viðtalið... æji vesalings Elín stóð sig eins og hetja. Síðan fórum við í magadans sem var geggjað skemmtilegt og fyndið, þaðan lá leiðin í lónið þar sem gæsin fekk nudd og við hinar fórum í lónið. Það er ekkert smá notalegt að fara í lónið svona að vetralagi, enginn í lóninu og þvílíkt kósy í ljósaskiptinum. Úti beljandi hríð og kuldaboli býtur kinnarnar á meðan maður kúrir í lóninu og leitar að heitum stöðum til að ylja sér á. úff.. ekkert smá gott.
elska veturinn... og jólaundirbúininginn sem býður eftir mér

1 Comments:

  • Segjum tvær! Elska prófalok ;)
    Annars öfunda ég ykkur massíft af djamminu, var sjálf ennþá í prófum annars hefði maður nú rekið inn nefið.

    En gleðileg jól í bili

    Auður Lilja

    By Anonymous, at 6:18 PM  

Post a Comment

<< Home