Á fróni...

þriðjudagur, desember 07, 2004

Heimapróf og jólahlaðborð undir kertaljósi

Ég massaði prófið í gær en var orðin frekar súr í endann. Mútta hrindi um 9 í gærkveldi en þá voru 12 tímar liðnir frá því prófið kom í hús. Ég spurði múttu þrisvar sinnum um hvar pabbi væri... og í lok þriðja skiptisins sagði mútta "Sara mín held að þú ættir að fara leggja þig. ÖÖÖ já kannski og ég er enn þá þreytt. Annars finnst mér svona tölvuheimapróf miklu verri en 3 tíma skriflegt. Að sitja svona stíft við tölvuna lengi klárar mann gersamlega andlega. Munnleg eru best því þá er maður búin strax og getur nýtt daginn í e-ð annað.

Á laugardaginn fórum við Gummi í jóladinner í boði Billyboy á Skólabrú. Það er langt síðan ég hef fengið svona góðan mat og þvílík þjónusta. Ég bara átti ekki til orð yfir þjónustulundinni í starfsfólkinu. Þeir lenntu hins vegar í því að rafmagninu sló út og við sátum að snæðingi í marga klukkutíma yfir kertaljósum, sem var frekar huggulegt. Vinnufélagar Gumma eru ákaflega skemmtilegt fólk þannig að ásamt framúrskarandi góðum mat, góðri þjónustu og skemmtilegu fólki varð þetta að góðri minningu. Fílaði samt ekki kallinn fimmtiuogeitthvaðgamall er hann bauð mér með sér inn á klósett. Svona holgómakallrembuandskotar eiga ekki að drekka ef þeir geta ómögulega ekki haldið sér á mottunni.
svona fólk...

1 Comments:

  • Já Sara mín þú hefðir bara átt að láta manninn heyra það...... Svona menn.... það ætti bara að taka undan þeim.

    By Lára Hrund, at 1:31 AM  

Post a Comment

<< Home