Á fróni...

fimmtudagur, desember 09, 2004

Það er erfitt að vera stjórnmálamaður með lýðræðislegt umboð

Ekki vildi ég vera í sporum Dagnýjar í dag. Mér brá ekkert smá við auglýsingu sem SHÍ og fleiri gerðu gagnvart Dagnýju. Auglýsingin stakk mig þannig ef hún stingur ekki hana þá er e-ð að.
Ef ég væri Dagný þá myndi ég hugsa um þann gríðarlega stóra hagsmunahóp sem stúdentar eru því það vill oft gleymast að þeir eru líka kjósendur. Ég tel að hún hljóti velvildar þeirra ef hún kýs nei við skólagjöldunum sem eftirvill veitir henni endurkjör í næstu kosningum. En ef Dagný ætlar að vera í sama liðinu þá er henni hætta á ferðum því þá fellur hún í óvild hjá þingflokknum og tefur fyrir sér í framaferlinu innan flokksins. Þetta er ekki spurning um skólagjöld heldur hvort hún vilji vera hliðholl einum stærsta hagsmunahóp landsins eða hvort hún vilji beygja leiðina að framaferli sínum innan flokksins.

Hvað myndir þú gera?

3 Comments:

  • Algjörlega sammála. Þetta er spurning um trúverðugleika hennar sem stjórnmálakonu með lýðræðislegt umboð. Ég er ekki í vafa um að hún halaði inn mörgum atkvæðum frá stúdentum í þeirri von um að hún myndi beita sér fyrir málefnum þeirra. Þessi hópur varð að sama skapi fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hana og hún missti algjörlega trúverðugleika sinn. En ég býst við að hún muni spila með sínum eigin þingflokki. Því miður. Þessi auglýsing er ferlega sterkur leikur. Ég er ánægð með að kjósendur sýni að þeir séu ekki gleymnir....

    By María, at 3:23 PM  

  • Shit, hvaða auglýsing er þetta, en þið verðið að athuga að kjósendur dagnýjar eru í Norð-Austur kjördæmi, þar sem framsókn sprengir göt á fjöll, og kemur upp álverum, þannig að ég sé ekki hvernig það að sitja hjá kemur í veg fyrir hennar endurkosningu, alls ekki.

    By Margrét, at 4:14 PM  

  • Vissulega hefur hún kjörfylgi að austan en heldur þú virkilega Magga að ungt fólk að austan sæki ekki í nám á Háskólastigi ekki bara til Reykjarvíkur heldur líka norður til Akureyrar og bændaskólanna sem báðir eru komnir á háskóla stig held ég (allavega annar. Að auki vegur atkvæði þeirra þarna fyrir austan á við 4-6 atkvæði í RVK. Þannig að...

    By Anonymous, at 12:14 PM  

Post a Comment

<< Home