Á fróni...

föstudagur, janúar 21, 2005

grænt og gómsætt...

á mjög vel við matinn sem sunddrottningarnar gæddum okkur á í gær. Þetta var allt í boði Sollu grænu og bókinni hennar. Mér fannst best avókado smjörið... alveg geggjað en vissulega er maturinn aukaatriði þegar sunddrottningarnar koma saman því að "hittingurinn" er aðal málið. Mér finnst svo gaman að hitta þær og það er spjallað um allt... Samt merkilegt hvernig umræðan leiðist oft út í börn, barnauppeldi, fæðingar, meðgöngu og svona Wtalk. Kannski var það vegna þess að ein okkar á von á sínu 3 barni ég veit ekki en ég bara svitna við tilhugsunina. Þvílíkur dugnaður er rétta orðið yfir þeim skötuhjúum en ég bara svitna og svitna. Mér finnst barneignir vera svo yfirþyrmandi ákvörðun að ég legg, eins og staðan er í dag, ekki út í þennan pakka. Mér finnst þetta vera svo stór og mikil ákvörðun að ég bara fæ bara tremma við tilhugsunina. Samt sem áður dáist ég af fólki sem leggur út í þennan pakka og bara kemur með hvert barnið á fætur öðru eins og það sé ekkert mál. Síðan kom til tals konan sem var í kastljósinu í fyrradag og sagði alþjóð af reynslu sinni við að ættleiða 4 ára gamalt barn frá Serbíu sem er 12 ára í dag. Ég gersamlega dáist af þessari konu að koma svona fram og segja sögu sína alþjóð. Sérstaklega þegar hún fekk símtalið og henni bauðst ljóshærð stúkla, hölt og meidd í mjöðm, sem hún þáði strax. En þegar konan sagði að það hefði aldrei komið til tals að velja e-a aðra þar sem stelpan var e-ð fötluð því að maður velur ekki börnin sín. Guð gaf henni þetta barn alveg eins og kona fæðir heilbrigt eða ekki heilbrigt barn. Sú kona hefur heldur ekki val. Þetta viðhorf sýnir þvílíkan þorska og æðruleysi að ég bara varð orðlaus. Börn eru ekki vara, heldur líka einstaklingar sem eru langtíma verkefni fólks sem tekur þá ákvörðun að eignast barn.
Það gerir barneignir svo yfirþyrmandi...

1 Comments:

  • Ég hef heyrt að það sé erfiðara að vera með hund en barn ;)

    By elin, at 3:15 PM  

Post a Comment

<< Home