Hvers vegna kennaraverkfall?
Hvað eru kennarar?
Eru þeir upp til hópa ósamviskusamar, latir og heimtufrekir einstaklingar sem vilja hærri laun, fara því í verkfall og skaða æsku landsins. Samninganefnd kennara gerir svo háar kröfur að launanefnd sveitarfélaganna hefur ekki umboð til að semja. Sveitarfélögin hafa of lága tekjustofna og eru svelt fjárhagslega að þau hafa ekki burði til að hækka laun kennara. Þessa ræða hefur verið gegnum gangandi sl vikur.
Ég hlustaði á þjóðarsálina í gær og þar hringdu inn foreldrar sem voru alveg brjálaðir! ...að núna væru kennarar endanlega búinir að tapa sér með því að mæta ekki til vinnu... vita þeir ekki hvaða áhrif þetta hefur á börnin... þeir eru að eyðileggja æsku landsins og fleira glumdi í viðtækinu.
Í umræðunni sl. 6-7 vikur finnst mér að bæði fjölmiðlar og þjóðarsálin hafi tapað sér í leit að kjarna málsins. Svarið er einfalt, því það er einfaldlega EKKI pólitískur vilji til að keyra upp laun kennara til samræmis við aðra faghópa með sambærilega menntun. Skólamál eru eins og hver önnur pólitík en pólitík snýst um forgangsröðun. Við hvern er þá að sakast? Kjörinnna fulltrúa sveitarfélaganna, að sjálfsögðu, þá fulltrúa sem foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna völdu í liðnum kosningum. Kennarar hafa verið gerðir að pólitísku bitbeini kjörinna fulltrúa sem kunna að snúa umræðunni sér í hag enda atvinnustjórnmálamenn.
Einnig held ég held að málið eigi sér enn dýpri rætur. Tilgáta mín er sú, að Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur haft launanefndina í vasanum alveg frá upphafi og málið var að það átti aldrei að semja við kennara. Heldur komu skilaboð um að bíða eftir lögum frá Alþingi og þvinga alla kennara til vinnu. Þetta ferli er liður í sameiningarferli sveitarfélagaanna sem er á dagskrá félagsmálaráðuneytisins og ríkistjórnarinnar og er í gangi þessa daganna. Hvernig tengist sameining sveitarfélaga kennaradeilu? Ein helsta röksemdafærslan fyrir verkfallinu er peningarskortur sveitarfélaganna, með því að sýna fram á að minni sveitarfélög nái ekki veita meiri fjármunum í fræðslumál (sem er sá málaflokkur sem er annar stærsti málaflokkur sveitarfélaga) vegna t.d. óhagstæðrar aldursþróunar og fólksflutninga þá sé eina leiðin fyrir fámennari sveitarfélög til að sameinast öðrum minni sveitarfélögum svo hægt sé að ná fram hagræðingu í verkefnum sveitarfélaga. Á Íslandi hefur aldrei verið lögð til þvinguð sameining þ.e. sameining í gegnum lög eins og gert var í Dannmörku, heldur kjósa sveitarfélögin um sameininguna. Ég held að þriðja leiðin sé ofangreind leið hjá ríkisvaldinu til að tryggja að fámennari sveitarfélög neyðist til að sameinast öðrum sveitarfélögum t.a ríkið geti haldið áfram að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaga. Ég tel kennara vera aðeins lítið peð í skákinni þar sem þetta verkfall teygir anga sína víðar í samfélagið og þess vegna eru kennarar pólitíkst bitbein kjörinn fulltrúa og ef foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna eru óánægðir þá er bara skipta um fulltrúa í næstu kosningum.
Eru þeir upp til hópa ósamviskusamar, latir og heimtufrekir einstaklingar sem vilja hærri laun, fara því í verkfall og skaða æsku landsins. Samninganefnd kennara gerir svo háar kröfur að launanefnd sveitarfélaganna hefur ekki umboð til að semja. Sveitarfélögin hafa of lága tekjustofna og eru svelt fjárhagslega að þau hafa ekki burði til að hækka laun kennara. Þessa ræða hefur verið gegnum gangandi sl vikur.
Ég hlustaði á þjóðarsálina í gær og þar hringdu inn foreldrar sem voru alveg brjálaðir! ...að núna væru kennarar endanlega búinir að tapa sér með því að mæta ekki til vinnu... vita þeir ekki hvaða áhrif þetta hefur á börnin... þeir eru að eyðileggja æsku landsins og fleira glumdi í viðtækinu.
Í umræðunni sl. 6-7 vikur finnst mér að bæði fjölmiðlar og þjóðarsálin hafi tapað sér í leit að kjarna málsins. Svarið er einfalt, því það er einfaldlega EKKI pólitískur vilji til að keyra upp laun kennara til samræmis við aðra faghópa með sambærilega menntun. Skólamál eru eins og hver önnur pólitík en pólitík snýst um forgangsröðun. Við hvern er þá að sakast? Kjörinnna fulltrúa sveitarfélaganna, að sjálfsögðu, þá fulltrúa sem foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna völdu í liðnum kosningum. Kennarar hafa verið gerðir að pólitísku bitbeini kjörinna fulltrúa sem kunna að snúa umræðunni sér í hag enda atvinnustjórnmálamenn.
Einnig held ég held að málið eigi sér enn dýpri rætur. Tilgáta mín er sú, að Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur haft launanefndina í vasanum alveg frá upphafi og málið var að það átti aldrei að semja við kennara. Heldur komu skilaboð um að bíða eftir lögum frá Alþingi og þvinga alla kennara til vinnu. Þetta ferli er liður í sameiningarferli sveitarfélagaanna sem er á dagskrá félagsmálaráðuneytisins og ríkistjórnarinnar og er í gangi þessa daganna. Hvernig tengist sameining sveitarfélaga kennaradeilu? Ein helsta röksemdafærslan fyrir verkfallinu er peningarskortur sveitarfélaganna, með því að sýna fram á að minni sveitarfélög nái ekki veita meiri fjármunum í fræðslumál (sem er sá málaflokkur sem er annar stærsti málaflokkur sveitarfélaga) vegna t.d. óhagstæðrar aldursþróunar og fólksflutninga þá sé eina leiðin fyrir fámennari sveitarfélög til að sameinast öðrum minni sveitarfélögum svo hægt sé að ná fram hagræðingu í verkefnum sveitarfélaga. Á Íslandi hefur aldrei verið lögð til þvinguð sameining þ.e. sameining í gegnum lög eins og gert var í Dannmörku, heldur kjósa sveitarfélögin um sameininguna. Ég held að þriðja leiðin sé ofangreind leið hjá ríkisvaldinu til að tryggja að fámennari sveitarfélög neyðist til að sameinast öðrum sveitarfélögum t.a ríkið geti haldið áfram að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaga. Ég tel kennara vera aðeins lítið peð í skákinni þar sem þetta verkfall teygir anga sína víðar í samfélagið og þess vegna eru kennarar pólitíkst bitbein kjörinn fulltrúa og ef foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna eru óánægðir þá er bara skipta um fulltrúa í næstu kosningum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home