Á fróni...

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Líffæri eða einstaklingur?

Kjallaraskoðun er skylda sem allar konur þurfa að fara í gegnum hvort sem það er gert hjá leitarstöðunni eða annarstaðar. Þetta er fyrirfæri sem fáir tala um og ákveðin leynd er yfir. Ég fór í svona skoðun ekki allsfyrir löngu sem er ekki frásögum færandi nema fyrir nokkrar sakir.
Þegar konur fara í svona skoðun fer í gang leikrit sem konan er þátttakandi í. Ég hef nú haft mikil kynni af læknum og sjúkrahúsum mv. aldur þannig ég hef pínu samanburð. Allavega mætti ég á leitarstöðina með pínu hnút í maganum því þetta er nú ekki það allra skemmtilegasta í lífinu. Eldri kona tók á móti mér enda er það partur af leikritinu svo að konunni líði betur og finnist enn þá auðveldara í læknaleikritinu að fá lækninn til að skoða sig. Mér leið svosem ekki betur heldur er þetta bara e-ð sem maður vill frá hið fyrsta. Þegar læknirinn er sestur fyrir framan heita staðinn kemur e-ð fát á hann og hann grípur til blaðanna sem maður þarf að fylla út áður en í skoðunina er farið. Hann spyr.. öhhh þú átt börn er það ekki.. öhh nei nei þú átt engin börn og ég tók undir það. Þá segir læknirinn... nú hvers vegna ekki er ekki komin tími til að drífa í því? Ég lá þarna algerlega varnarlaus á frekar ógeðfeldum bekk (kannist þið við bekkinn sem var í myndinni 9 months) - ber undir e-m bleikum slopp sem opnast bara að framan með lækninn milli lappana á mér í miðri skoðun. Hóst hóst heyrðist frá mér.. ég er bara ekki alveg tilbúin í að eignast börn svaraði ég um hæl.
Ég kom heim og var svo reið yfir þessum dónaskap hjá lækninum að ég átti ekki orð. Hvað ef ég væri kona sem væri búin að vera reyna og reyna að eignast börn í 10 ár og ekkert hefði gengið. Hvernig ætli einstaklingur í þeim sporum hafi brugðist við? Svona viðhorf hjá lækni að líta á mann sem líffæri=útungunarvél en ekki manneskju fer virkilega í taugarnar á mér. Hvað andskotann varðar hann hvort maður vilji eignast börn er eitt en að vera með smettið á sér á milli fótanna meðan hann segir þetta er annað og gengur gersamlega út fyrir öll velsæmismörk hjá mér. Annað óviðeigandi atvik átti sér stað er ég fór í brjóstarmyndartöku en þá tók á móti mér Geislafræðingur. Geislafræðingurinn tók á móti mér með handarbandi og bauð mig velkomna og sagði síðan; Getur bara ekki verið að þú sért ólétt? Díses hugsaði ég, Enn þá verið að tengja mig við börn og barneignir... væri ég hér á fokking krabbameinsleitarstöðinni að láta taka mynd af brjóstinu á mér ef ég væri ólétt. Hvaða að Helvítis fáviti heldur geislafræðingurinn að ég sé? Að ég viti ekki hvort ég sé ólétt eða ekki. Þetta er annað dæmi um hvað sjúklingar eru varnarlausir gagnvart heilbrigðissérfræðingum. Ég svaraði stutt í spuna... nei ég er ekki ólétt og varla væri ég hér, ef ég væri ólétt. Að tala til manns eins og maður sé e-r fáviti er mér ekki að skapi fyrir það fyrsta en tala við mann eins og maður þekki ekki sinn eigin líkama betur enn nokkur annar fer enn meira í taugarnar á mér. Ég veit manna best hvenær skrokkurinn minn er ekki í lagi því að ég þekki hann í því ástandi þegar hann er heilbrigður.
Framvegis ætla ég að taka hann Guðmund minn með í þessar skoðanir hvort sem staffinu á leitarstöðinni líkar það betur eða verr. Hvers vegna? Jú það er vegna þess, að þá eru meiri líkur á að litið sé á mig sem einstakling en ekki líffæri. Guðmundur er nefnilega maðurinn minn og gerir mig ósjálfrátt að lifandi einstaklingi/maka þar sem hann tengist mér. Það er nefnilega svo skrítið hvað maður verður varnarlaus þegar maður er sjúklingur. Þetta er eins og samband kennara og nemanda, sem sjúklingur verður maður að lúta lækninum í einu og öllu. Ef ég hinsvegar myndi hitta lækninn á námskeiði í HÍ þá værum við jafningjar. Ég verð sterkari sjúklingur að hafa e-n með mér nákomin því þá verð ég síður stimpluð sem líffæri og frekar sem lifandi einstaklingur.

3 Comments:

  • Vá ég var svo reið að lesa þetta. Hvað er að fólki?
    Þú segir okkur svo hvort það sé munur þegar kallinn er með.

    By Guðrún Birna, at 1:05 PM  

  • Já ég veit... þú ert ekki sú eina sem verður reið af því að heyra þessa sögu. Læknar eiga það bara til að líta á þig líffæri þeir eru að skoða. Kannski er það þeirra leið að persónugera ekki hlutina því þeir þurfa að búa til skilrúm á milli þar sem þeir sjá svo margt-æji svona til að loka á tilfinngar. Mér finnst bara svo mikilvægt að láta vita af þesssu því það eru kannski þarna úti konur sem hafa ekki sama styrk og ég, að láta vita af þessari framkomu sérstaklega ef þær eiga engin börn en eru þvílíkt að reyna. Sem betur fer er ég ekki í þeirri stöðu en hvað ef kona í þeirri stöðu myndi lenda í svona spurningu. Hún kannski tæki það ýkt nærri sér. Ég bara þoli ekki fólk sem heldur það að um leið og maður er giftur þá bara er næsta skref að eignast börn. Sama á við um þá sem eru einhleypir og fá diss frá umhverfinu um að eignast ekki maka. Þetta val er lífstíll fyrir suma (náttlega ekki alla) en fyrir flesta er þetta val. Og því þoli ég ekki samfélagið þegar það dæmir þig inn í "sinn" ramma. Mér finnst líka svo mikill misskilningur um að það sé meðfæddur hæfileiki kvenna að eignast börn. Það er nú enn ein önnur vitleysan því það geta ekki allar konur átt börn og sumar geta ekki gefið brjóst og hitt og þetta sem angrar kvennfólk tengt barneignum. úff.. ég verð svo reið við þessa umræðu að ég bara get ekki hætt að skrifa..

    By Sara, at 2:31 PM  

  • Veistu Sara, það er sama hvar maður er. Lenti í því síðasta sumar að tannlæknirinn minn spurði mig um mína makastöðu, og hvort ég ætlaði ekki að fara finna mér kall - hvað ég væri nú orðin gömul. Óþolandi - væri merkilegt að vita hvort strákar á okkar landi lendi í þessu líka, þessum spurningum hvort þeir ætli nú ekki að fara að finna sér kellingu. Eða hvort Gummi lendi í því að vera spurður hvort hann ætli nú ekki að fara að koma með barn.

    Og af öllum sögunum af leitarstöðinni dettur mér ekki í hug að fara þanngað, heimilislæknirinn sér um þetta - hættu bara þessu leitarstöðvarbulli og farðu þanngað sem þér líður skárr.

    kv. mvb

    By Anonymous, at 4:18 PM  

Post a Comment

<< Home