Á fróni...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Gangur lífsins

Gangur lífsins getur verið óútreiknalegur en því fekk ég að kynnast fyrir rétt rúmri viku þegar ein af mínu æsku vinkonum lést skyndilega. Það er svo skrítið hvað dauðinn er fjarlægur þegar maður er 27 ára, ég hélt allavega að samferðamínir væru ódauðlegir og þar með ég líka. Í gær fylgdi ég til grafar einni af mínum ástkæru vinkonum. Það er óbærilegur sársauki sem fylgir því að kveðja fólk hinstu kveðju og var dagurinn í gær mér ákaflega erfiður, einn sá allra erfiðast sem ég hef upplifað. Þegar maður finnur þennan sársauka, þá óneytanlega rennur maður í gegnum lífshlaup sitt og sér hvað lífið sé yndislegt. Vissulega er lífið dásamlegt, en lífið er miklu meira en dásamlegt. Í dag lít ég á lífið sem kraftaverk. Það er nefnilega satt að öllum mönnum er ætlað að deyja, en ekki öllum að lifa. Með þetta að leiðarljósi ætla ég að lifa lífinu mínu eins og dagurinn í dag væri minn síðasti.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home