Þvílík blíða og ástkært móðurmál
Hvað er málið með veðrið... ahhh þetta er ekkert smá yndisleg blíða ég ætla vera mjög dugleg í dag, lesa í 45 mín og út í korter, lesa í 45 mín og út í korter. Mér finnst samt að sumarveðrið ætti alltaf að vera svona eins og þessir hitadagar, þarf ekki endilega að vera sól en bara svo notalegt að hafa góðan hita.
Í gær fór ég á kynningu í tilefni á þýðingu Skrifstofu- og Gluggapakka hjá Microsoft. Ég er komin með allt á íslensku í tölvuna mína og verð að viðurkenna að þetta er alger snilld. Vissulega þarf að venjast þessu umhverfi sérstaklega það sem ég hef notað mikið sbr. Word og PP en að sjá PP er ekkert smá fyndið. Mér finnst persónulega þetta framtak alveg bráðnauðsynlegt sérstaklega fyrir skólakrakka og eldra fólk sem skilur ekki enskunna. Við þetta opnast dyr fyrir fólk sem hefur átt við tölvuólæsi að stríða. Ég hvet alla til að hala niður þessari íslensku útgáfu og síðan verður samskiptamátin okkar byggður á íslensku.
Ég segi bara Áfram Ísland
Í gær fór ég á kynningu í tilefni á þýðingu Skrifstofu- og Gluggapakka hjá Microsoft. Ég er komin með allt á íslensku í tölvuna mína og verð að viðurkenna að þetta er alger snilld. Vissulega þarf að venjast þessu umhverfi sérstaklega það sem ég hef notað mikið sbr. Word og PP en að sjá PP er ekkert smá fyndið. Mér finnst persónulega þetta framtak alveg bráðnauðsynlegt sérstaklega fyrir skólakrakka og eldra fólk sem skilur ekki enskunna. Við þetta opnast dyr fyrir fólk sem hefur átt við tölvuólæsi að stríða. Ég hvet alla til að hala niður þessari íslensku útgáfu og síðan verður samskiptamátin okkar byggður á íslensku.
Ég segi bara Áfram Ísland
0 Comments:
Post a Comment
<< Home