Á fróni...

mánudagur, ágúst 09, 2004

Próflestur og staðreyndir lífssins

Næstu daga og vikur verða tileinkaðir tveimur haustprófum svona til að flýta fyrir námslokum þannig mögulegt sé að komast fyrr út á vinnumarkaðinn. Það er svo sem ágætt að lesa undir próf því efnið er skemmtilegt en mér finnst það síður en svo spennandi þegar besta vika sumarsins, veðurfarslega er í vændum. Þá er ekki gaman að vera lokaður inni.
Ég ætla láta það vera að kvarta því um helgina fékk ég verstu fréttir sem hægt er að fá og enginn vill fá á sinni ævi. Einn félagi okkar úr sundinu var að greinast með krabbamein. Hvað getur maður sagt? Hvað getur maður gert? Um liðna helgi er ég búin að hugsa mikið, mikið og lengi. Á maður að hafa samband? hvað á maður að segja? Á maður að fara í heimsókn á spítalann? eða ekki.... Hvað á maður að segja? getur maður sagt e-ð?
ÚFF.. einhvern veginn var ég ekki innstillt á það að einn úr sundfjölskyldunni ætti eftir að veikjast lífshættulegum sjúkdómi svona fljótt. Einfeldnin er svo mikil hjá manni að halda það að einungis aðrir en maður þekkir vekjast og þá bara eldra fólk. Hugur minn reiknar ekki með öðru. Næsta stig er að tala í sig kjark heimsækja félagann ef aðstæður leyfa. Ég er samt á báðum áttum, veit ekki alveg í hvorn fótinn á að stiga en vonandi geri ég rétt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home