Á fróni...

miðvikudagur, september 01, 2004

Kverkaskítur og skóli, skóli, skóli og nýtt heimili

Jæja núna er komið haust um leið og ég get notið dagsins á ný eftir prófslestur. Reyndar er komin kverkaskítur, hálsbólga og kvef en ælti það fylgi ekki haustinu. Þvílík blíða var í ágústmánuði að ég hef bara ekki vitað annað eins og þurfa að vera inni og lesa bækur tuttugasta árið í röð fer að vera ansi þreytandi. Ég er búin að lifa einn þriðja ævi minnar og hefur hann allur farið í skólagöngu. Þegar spáð er í þessum tíma þá er þetta stórfurðulegt eða öllu heldur ég stórfurðuleg. Sést þó fyrir endann á þessu og mikið hlakka ég til.
Í öllu netleysinu þá höfum við flutt á Réttarholtsveginn, allavega á efrihæðina því aðalhæðin með eldhúsi og stofu er ... fokheld. Ó já fokheld því við tókum einn vegg niður með öllum þeim sóðaskap sem því fylgir og núna hanga kúk/piss og vatnsrörin niður þar sem veggurinn góði var. Okkur vantar sem sé pípara og ekki eru þeir á laustu. Ég talið inn á símasvara hjá eina píparanum sem ég þekki, maður sundvinkonu, og hann sagðist vera með símatíma milli hálf eitt og 12:30, sem sé ógert að ná í manninn. Það hvarflaði að okkur að pípa þetta með því að setja glær rör þannig að matargestirnir okkar myndu pottþétta EKKI borða eins mikið og ella. Frekar gróss. Ég vildi taka flísarnar sem voru í milli efri skápa og neðri. Ekki nóg með það, að vatnið sem kældi steinsögina hefði skemmt parketið sem var á eldhúsinu. Því þurfti að taka það af og viti menn. Þar leyndist margt undir þessu ágæta parketi, eins og tvö lög af gólfdúk og sá neðri var þvílíkt flower power, appelsínugulur, brúnn með blómum. Vala Matt og Frikki Vissipiss hefðu kannski getað notað hann í veggfóður. Þar undir var forlátur korkur, dúkur eða einingar, veit það ekki alveg, því hann var svo myglaður og morkinn að ég hef aldrei séð annað eins. Það sem meira er, að vinnupláss neðriskápana hækkað allavega um 7cm ef ekki meira. Undir korknum er síðan flotta langþráða steypan sem ég var ekkert smá glöð að sjá. Það þarf bara að skafa hana upp (vantar hendur) og þá er eldhúsið orðið sem nýtt.... svona þegar Óli mágur er búin að kjarnabora út fyrir viftunni og nýju flísarnar eru komnar á. (og þrífa steypurykið)
Ef þið viljið ná í okkar Gumma þá er nýja númerið okkar massa flott því se moi valdi það 553-3638. Það er verið að vinna í nettenginguni en gæjinn hjá er búin að hafa viku til að græja tenginguna ég sem hélt að tæki einn kannski tvo daga. Ég fékk hugmynd fyrir viku og hún er "ekki" farin að gerast....

áfram með smerjið...

1 Comments:

  • á ekki að pósta einhverjum myndum af nýja slottinu?

    By Anonymous, at 2:10 PM  

Post a Comment

<< Home