Á fróni...

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Jæja, þá er ég búinn að kippa þessu "blog-out" veseni í liðinn - eða allavega reyna það. Þetta enetation virðist virka svo ég skellti því inn í staðinn fyrir það fyrrverandi sem andaðist.

Ef þið hafið e-ð út á útlitið að setja, þá verðið þið að skrá athugasemd um það og stílistinn hún Sara mun fara í málið.

Annars, eins og dyggir lesendur hafa eflaust lesið hér að neðan, þá er ég á leiðinni til Íslands í ....ferð. Mér gengur nú ekki of vel að trappa mig niður í bjórdrykkju svo ég lendi ekki í krónisku delerium tremens eða gjaldþroti þegar ég kem til Íslands - en látum á það reyna. Þar sem mér hefur nú oft (en ekki alltaf) tekist að sigla hinn gullna meðalveg þá geri ég ráð fyrir að komast nokkuð klakklaust frá 10 daga Íslandsheimsókn - það er jú margt annað á klakanum sem dreifir huganum en bjór - allavega núna :)