Á fróni...

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Þá er verkefnið í stjórnun alveg að hafast enda ekki seinna vænna þar sem skilin eru á morgun. Í gærkveldi endaði stelpan ein fyrir framan imbann þar sem settið dreif sig í bíó og systa er í æfingabúðum. Kvöldið átti að fara í létt djamm með Elínu vinkonu en þar sem verkefnið kláraðist ekki í gær þá bannaði samviskan mér að gera nokkurn skapaðan hlut. Það er svo sem ágætt þar sem næsta helgi verið eflaust út um allt, þar sem bóndin kemur sem afmælisgjöf og síðan er árleg sumarbústaðarferð hjá tengdafjölskyldunni í Borgarfjörðinn. Góðu fréttir vikunnar komu á föstudaginn en þá kom bréf frá skorinni og það lítur allt út fyrir að bóklegi hluti MPAnámsins klárist í ágúst. Ef ritgerðin massast í sumar og haustprófið verður haldið, þá stefnir allt í útskrift í febrúar 2005.

Þvílíkur léttir að sjá fyrir endan á þessu ágæta námi...