Á fróni...

föstudagur, ágúst 06, 2004

Kaffiþyrst kona og einbýlishús í Grafarvogi

Kaffið er að renna og ég er sest fyrir framan tölvuna. Mikið er ég súr áður en ég fæ kaffið mitt svona árla dags. Annars erum við GAH að flytja í tvær vikur í einbýlishús í Grafarvogi meðan húsráðendur sóla sig á sólarströnd. Á morgun langar mig að kíkja á gaypride gönguna því þetta er gott málefni sem vert er að sýna stuðning. Veit ekki hvort GAH sé jafn spenntur og ég en þetta verður rætt í kvöld. Kaffið er komið í könnu og ég er öll að koma til ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home