Á fróni...

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Jæja, þá er strákurinn klár til ferðar - búinn að pakka og loka töskunum. Ég þarf að vona það besta þegar ég "tékka" mig inn annað kvöld þar sem kílóin eru heldur fleiri en leyfilegt er. Reyndar er álíka mikil þyngd í litlur flugfreyjutöskunni og þeirri stóru, enda ekkert nema bækur og glósur frá frúnni. Meiningin er að taka þá litlu ásamt fartölvunni með inn í vél og verð ég sennilega að geyma hana í skáp á Kastrup meðan ég "tékka" mig inn svo hún verði ekki vigtuð sem starfsfólk Kastrup er farið að gera í unnvörpum við handfarangur. En það er þá ekki í fyrsta skipti sem það er stundað.

Nú er bara vinnudagurinn eftir á morgun og svo flugið góða til Íslands annað kvöld.