Á fróni...

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Hóst hóst... eftir laaannnnnggggttt vetrarfrí og algert bloggleysi er stelpan mætt tvíefld til baka. Komin á klakann til að massa skólann og veit að núna er verið að spila út réttu trompunum. Þeir sem vilja hafa samaband er bent á email eða 5543039 en aðsetrið er í hjallanum. Hinir geta boðið bóndanum mínum í mat þar sem hann er enn í Danmörku enda vinnandi maðurinn.

Annars er rosalega gott að vera komin heim í nokkra mánuði, veit ekki hversu langt stoppið verður en ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um hversu gott er að vera á Íslandi og hve fjölskyldan og vinirnir eru mér mikils virði. Danmörk er þriðja landið sem ég bý í fyrir utan Ísland og eftir því sem löndunum fjölgar, því sannfærðari verð ég. Heima er best!!