Loksins tími til að skrifa... búið að vera brjálað að gera :o
Á laugardaginn fórum við á Cabaret og var þetta hin besta skemmtun. Fyrir þá sem ekki þekkja til söguþráðarins, þá gerist sagan í Berlín á millistríðsárunum á Kit Kat Club þar sem lífið gengur út á dans, söng, drykkju og hórdóm. Ungur blaðamaður kemur til Berlínar til að skrifa bók og verður ástfangin af einni kisulórunni. Allavega..þegar stigið var inn í salinn komum við inn á Clúbbinn, reykmettaðan stað, enda máttu áhorfendur reykja fyrir sýninguna til að fá þessa umgjörð í "Clubbinn" sjálfann. Fyrir framan sviðið voru borð með fjórum stólum og lampa í miðjunni en síðan voru sæti eins og í venjulegu leikhúsi. Með því að hafa þessi borð fyrir framan sviðið þá voru áhorfendurnir á borðunum meðleikendur í sýningunni alger snilld og við vorum svo heppin að sitja á einu borði. Þetta var svona Moulin Rouge stemning þar sem öll lýsing var rauð, rauðir lampar á borðunum, og úr loftinu hengu rauð ljósker og kisulórunar, sem sé konurnar sem dönsuðu, byrjuðu sýninguna á því að ganga um salinn og strjúka og blikka karlmenn á borðunum, klæddar í skrautleg nærföt, netasokkabuxur og háhælaða. Sem sé frábærir búningar, stórgóður söngur, flott stemning... bara nánast fullkomið show nema þegar danskan var töluð skuggalega hratt... og ég skildi ekki orðin þrátt fyrir að ná þemanu. :) Ef Íslendingar ætla að koma til Danmerkur í sumar mæli ég með þessum Cabaret, enda frábær skemmtun og miklu skemmtilegra að fara á Cabaret heldur en að fara í Tivoli...
Á laugardaginn fórum við á Cabaret og var þetta hin besta skemmtun. Fyrir þá sem ekki þekkja til söguþráðarins, þá gerist sagan í Berlín á millistríðsárunum á Kit Kat Club þar sem lífið gengur út á dans, söng, drykkju og hórdóm. Ungur blaðamaður kemur til Berlínar til að skrifa bók og verður ástfangin af einni kisulórunni. Allavega..þegar stigið var inn í salinn komum við inn á Clúbbinn, reykmettaðan stað, enda máttu áhorfendur reykja fyrir sýninguna til að fá þessa umgjörð í "Clubbinn" sjálfann. Fyrir framan sviðið voru borð með fjórum stólum og lampa í miðjunni en síðan voru sæti eins og í venjulegu leikhúsi. Með því að hafa þessi borð fyrir framan sviðið þá voru áhorfendurnir á borðunum meðleikendur í sýningunni alger snilld og við vorum svo heppin að sitja á einu borði. Þetta var svona Moulin Rouge stemning þar sem öll lýsing var rauð, rauðir lampar á borðunum, og úr loftinu hengu rauð ljósker og kisulórunar, sem sé konurnar sem dönsuðu, byrjuðu sýninguna á því að ganga um salinn og strjúka og blikka karlmenn á borðunum, klæddar í skrautleg nærföt, netasokkabuxur og háhælaða. Sem sé frábærir búningar, stórgóður söngur, flott stemning... bara nánast fullkomið show nema þegar danskan var töluð skuggalega hratt... og ég skildi ekki orðin þrátt fyrir að ná þemanu. :) Ef Íslendingar ætla að koma til Danmerkur í sumar mæli ég með þessum Cabaret, enda frábær skemmtun og miklu skemmtilegra að fara á Cabaret heldur en að fara í Tivoli...