Ég hef verið að lesa sl. vikur á Deiglunni, Frelsinu og Tíkinni og af öðru bloggi þar sem pennar hafa verið að skrifa um hvernig Ingibjörg Sólrún hafi svikið kjósendur sína með því að hella sér út í landsmálin. Núna eru kosningar í nánd og barátta flokkanna hafin fyrir endukjöri sæta á Alþingi. Veit fólk ekki almennt hvernig lýðræðið virkar? Mér finnst þetta vera svo augljóst og að menn nenni að vera eyða tíma í að skrifa um þetta greinar, málefni sem er svona gefið... skil það ekki
Ef kjósendum finnst þeir hafa verið sviknir af ISGdóttur, þá bara velja þeir annan einstakling sem þeir treysta. Núna hugsa sumir... já en R-listinn verður við völd í RVK í þrjú ár í viðbót og við getum ekkert gert fyrr en eftir þrjú ár, þ.e. í næstu sveitarstjórnarkosningum. Lausnin við þessu gæti verið, ef kjósendur eru svona hrikalega svekktir, hafna Samfylkingunni í næstu alþingiskosningum með því að greiða atkvæðið til annars flokks og sýna þannig óánægju sína.
Sama hvað pennar út í bæ skrifa þá er það í höndum kjósenda að velja og hafna og vonandi kynna þeir sér vel hvernig matseðill verður í boði hjá flokkunum í komandi kosningum.
Ef kjósendum finnst þeir hafa verið sviknir af ISGdóttur, þá bara velja þeir annan einstakling sem þeir treysta. Núna hugsa sumir... já en R-listinn verður við völd í RVK í þrjú ár í viðbót og við getum ekkert gert fyrr en eftir þrjú ár, þ.e. í næstu sveitarstjórnarkosningum. Lausnin við þessu gæti verið, ef kjósendur eru svona hrikalega svekktir, hafna Samfylkingunni í næstu alþingiskosningum með því að greiða atkvæðið til annars flokks og sýna þannig óánægju sína.
Sama hvað pennar út í bæ skrifa þá er það í höndum kjósenda að velja og hafna og vonandi kynna þeir sér vel hvernig matseðill verður í boði hjá flokkunum í komandi kosningum.