Á fróni...

miðvikudagur, mars 05, 2003

Ég hef nú alltaf verið dyggur aðdáandi Rásar 2 og vaknaði í mörg ár við Morgunútvarpið. Það gefur augaleið að ég get ekki vaknað við útvarpið en þegar ég fer ekki í skólann kl: 08:00 (GMT) kveiki ég á tölvunni og hlusta á Rúv í gegnum netið. Kannski er ég svona íhaldsöm en ég er ekki alveg að taka nýja þáttinn í sátt, Morgunvaktina. Ég er samt mikill fréttafíkill og reyni að hlusta, horfa og lesa allt á öllum miðlum helst í gær en mér finnst þessi nýji þáttur meira stífur heldur en gamla Morgunútvarpið. Kannski er það vegna þess að fréttamenn útvarps eru með í dagskrárgerðinni og þeir eru vanir formfastri miðlun til hlustenda. Ekki misskilja mig en ég tel rúv-fréttirnar mjög góðar og veit ég að fréttamennirnir vanda vinnu sína vel, en kannski þarf þessi blanda aðeins að blandast meira. humm.. ætla að hlusta á nokkra morgna og dæma, kannski verður þetta eins gott og Morgunútvarpið þegar þetta verður orðið þjálla í eyrum.
...er ég alveg að tapa mér yfir Rúv og Morgunútvarpi heima á Íslandi??? :o