Á fróni...

laugardagur, febrúar 22, 2003

Nú má Birgitta Haukdal fara að vara sig þar sem samkeppni við sænska lagið verður rosalegt..... reyndar er úrslitakeppnin eftir, en það sem við horfðum á áðan var undankeppni, haldin í Gautaborg, var ekkert smá flott show, RUV getur farið og pakkað inn Háskólabíói um síðustu helgi og sent það í tunnunna, þar sem þessi staðbunda úrslitakeppni var eins og Evróvisionkvöldið sjálft... ekkert til sparað og Svíjarnir á S1 reittu af sér brandarana við góðar undirtektir Íslendinganna heima í stofu. Þvílíka Evróvision stemningu var ég komin í ... get svarið það. Ég verð að fara safna að mér lögunum.. til að geta haldið feitt partý í maí. Nóg með það... Reyndar duttum við inn í útsendinguna fyrir hálfgerða tilviljun, vorum að reyna komast hjá þætti dauðans... já ég meina það... Umræddur þáttur er versti þáttur í sjónvarpi sem ég hef á ævinni horft á, meira að segja Maður er nefndur var áhugaverðari en þessi ömurlegi þáttur Gladiatorerne. Þátturinn gengur út á það, að e-r massa tröll bæði karlar og kerlingar skora á hólm venjulegt fólk (sem er ekki venjulegt fólk, önnur massa tröll, íþróttafólk og fittness lið) Massa tröllin eru í alveg fatal búningum að annað eins hefur ekki sést á skjánum síðan Gleðibankinn steig á stokk. Þátturinn gengur út á það að massa tröllin og "venjulega" fólkið, keppist um að sigra hólmgöngur og þrautir sem eru lagðar fyrir. Inni á milli atriða koma geðveikar eldingar, og salurinn er fullur af klappliði, svona Hemma Gunn lið í Háskólabíói. Hafið þið það... ;)