Á fróni...

föstudagur, mars 07, 2003

Hvað er málið með mig og bakteríur, flestum tekst að lifa með þessum ágætu lífverum en mér á ekki að takast það. Búin að vera drulluslöpp alla vikuna og gruna að ég væri með matareitrun... þekki vel einkennin eftir að vinkona mín, hún Ella, kom í heimsókn fyrir nokkrum árum, nóg með það. Þorði ekki annað en að fara til læknis enda histerisk á matareitarnir og fékk tíma um leið, e-ð sem Íslenskir heimilslæknar ættu að taka sér til fyrirmyndar... humm og ég þurfti bara að renna gulakortinu mínu (ekki gull það gerir maður í usa) í gegn og spurði á ég ekkert að borga fyrir heimsóknina borga... ekki borga, svaraði læknaritarinn þar sem þú ert með kortið góða. Ekki einu sinni heimsóknargjald, núna skil ég í hvað skattarnir fara... allavega
Læknirinn gersamlega reitti af sér Íslendingabrandarana og sagði: lustunarpiba orð sem hann hefur eflaust lært af Íslenskum læknanemum. Hann var nokkuð vel að sér í Íslendingasögunum og sagði að... humm það eru nú bara Íslendingar sem fá matareitranir á veturna, nánast öll tilfellin koma á sumrin.
Ég hlóg og brosti út í annað: hvað er málið með mig og bakteríur, ég fæ matareitrun um hávetur þegar flestar bakteríur sofa fegrunarblundi.
Ég á nú ekki annað eftir.....allt saman er þetta tóm vitleysa og rugl...