Á fróni...

mánudagur, febrúar 24, 2003

Múrinn er orðin nokkuð óstöðugur eftir að nautið tók vel á honum í morgun, sprungur farnar að sjást hér og þar. Nokkuð langt er þó í að hann hrynji alveg, en einn daginn gerist það. Ég lifði nefnilega af minn fyrsta fyrirlestur á danskri tungu sem haldinn var í morgun. Það var virkilega erfitt, miklu erfiðara en munnlega prófið sveitarstjórnarrétti hérna um árið, að standa frammi fyrir bekknum og tala á tungumáli sem maður hefur notað i nokkra mánuði. Ekki það að ég kynni ekki efnið, heldur að tengja huga og tjáningu saman, sérstaklega þegar orðaforðinn er takmarkaður. Um tíma leit ég út eins og rautt epli, sem stamaði orðunum upp úr sér, einu af öðru. ohhh... hvað ég er fegin að hafa komist ég gegnum þessa lífsraun. Reyndar hef ég öðlast mikla samúð hjá bekkjarfélögunum, þar sem þeir skilja ekki hvers vegna í veröldinni ég kom hingað til að nema nám sem ég gæti a) lært á Íslandi og/eða b) farið til enskumælandi lands. Að velja Danmörku og danska tungu, sem svo fáir tala, skilja þeir einfaldlega ekki.

Ætli danir velji alltaf einföldustu leiðina til að ná fram markmiði sínu? eða skipta landamæri ekki máli, heldur er það einstaklingsbundið?