Á fróni...

miðvikudagur, mars 05, 2003

Já já ég veit... er komin aftur á jörðina og er byrjuð að blogga. Ohh.. hvað er gott að vita að e-r sakni mín :)
Síðasta vika var rosaleg skemmtileg, við ákváðum, einn, tveir og þrír að hoppa í helgarferð til Íslands. Já ég veit, nokkuð skondið að fara í helgarferð heim á fróna. Með ferðinni þá voru nokkrar flugur lagðar. Ég átti afmæli á fimmtudaginn og gat hitt fjölskylduna á afmælisdaginn, Elín vinkona átti afmæli á föstudeginum og mættum við óvænt í veisluna... ég vafði mig í borða og setti slaufu í hárið og varð óneitanlega flottasti pakkinn. Tíminn var samt frekar stuttur en mikið rosalega var gott að komast heim í rokið og rigninguna. Við flugum með Icelandexpress, sem var svo sem ágætt. Þeir hafa bætt við nokkurum sætum og fyrir leggja langa er ferkar þröngt. Mæli ég með því að menn spyrji um sæti við neyðarútganga og tékki sig inn fljótt. Við smökkuðum ekki matinn, tókum bara með okkur samlokur og vatn, en vatnið er selt í vélinni eins og allt annað. Ég spái því að innan nokkra ára verður farið að selja inn á salernin, og menn þurfi að borga fyrir skeinipappírinn. humm... kannski full langt gengið??