Á fróni...

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Ömurleg vika á enda...

Mikið rosa er ég fegin að þessi leiðinlega vika er á enda. Ekki bara að ég hafi fallið í fokking verkefninu heldur náði bóndinn að eyðileggja geisladrifið í tölvunni sinni og hann komst að því að fínu stólarnir hafa rispast af glerborðinu - allir nema einn. Mér til mikils ama þá tók ég feil um viku á skráningu í vetrarpófin þannig að ég þarf að skrifa formlegt bréf, sleikja rassa, væla og afsaka - afsaka til að biðja um undanþágu til að fá að taka prófin. FOKKING fáviti ég var að klikka svona á þessu. DJÖVULL ........ ég er þvílíkt búin að skrifa bréf á þessa fokking nefnd og lenda í henni þannig að skrifa til hennar er ekki efst á vinsældarlistanum mínum. Til að ná tökum á fílunni þá ákváðum við hjóninin að baka brauð. Það er ekkert eins betra þegar maður er í fílu (allir í fílu) nema að baka brauð og fá útrás fyrir fíluna í hnoðuninni. Auðvitað náði ég að fokka einföldum hluti eins og gerbakstri vegna þess að hluti af birkirúnstykkjunum féll og varð að klessu. Grunar að það sé samspil á milli andlegs ástands bakarans og outputsins sem kemur ekki nóg að hafa góð aðföng!!

Rikka litla systir Guðmundar er í heimsókn þessa helgina þannig að vikan endar allavega ágætlega! Alltaf gaman að fá heimsókn, við erum búin að þræða búðir og eyða peningum í H&M, borða góðan mat og horfa á skemmtilegar bíómyndir. Maður er manns gaman!

vona að næsta vika verði betri!!!