Á fróni...

laugardagur, október 04, 2003

Laugardagsmorgnar finnst mér góður tími. Ég vakna svo skugglega snemma um helgar að ég get varla sagt frá því. Núna er klukkan hálf átta. Betri helmingurinnn hristir bara höfuðuð og snýr sér á hina hliðina. Ég veit ekki hvaðan þessi árrislu gen koma í mig en kannski tileinkaði ég mér þetta er sundið var og hét. Mér finnst svo gott að heyra í þögninni, búa mér til kaffi og setja rás 2 á í tölvunni og lesa moggan. Notalegt...

Annars hefur vikan verið fljót að líða en ég fékk heimapróf afnent í gær sem ég fæ viku til að gera. Mér finnst þetta nú bara verkefni en ef ég fell fæ ég ekki að taka prófið í faginu um jólin. Þannig að betra að ná!! Sem sé nokku skýrt hvað stelpan ætlar að eyða helginni í, verkefna vinnu og fonduveislu í kvöld. Ó já fonduveislu með grönnunum en það verður að vígja eina brúðargjöfina. Matur er góð leið til að lokka stelpuna til að hanga við efni dagsins og verðlaunin.. nammi namm gott að borða í góðara vina hópi.

Ég gerðist hinsvegar svo fræg í gær að kaupa matreiðslubækur sem er reyndar ekki nýtt þar sem ég elska matreiðslubækur, en þetta eru ekki venjulegar matreiðslubækur. Þetta voru 4 bækur í pakka með engum myndum en endalausum mataruppskriftum eftir konu (1858-1923) sem hét Kristine Marie Jensen en var kölluð Fröken Jensen. Þvílík reynslu leyndarmál og sniðug húsráð innihéldu eina bókina að ég bara gat ekki staðist freistinguna. Þetta samansafn af fjórum bókum, ein af þeim var bók sem ég var búin að leita út um allt eða Fröken Jensen syltebog. Já sultubók með öllu því sem tengist sultu og niðursoðningu grænmetis og ávaxta frá A-Ö. Hinar bækurnar sem fylgdu með í kaupunum voru Fröken Jensen bagebog, Fröken Jensen danske desserter og Fröken Jensen grønsagesretter. Það kemur í ljós hversu mikið ég á eftir að nota þær en eina sem ég get sagt er að ein var vígð í gærkveldi. Meira get ég ekki sagt fyrr en eftir jól.

En núna er það kaffið og morgunblaðið (og svo verkefnið)

Góða helgi allir!!!