D-Cola í dós-já takk
Ég er búin að fá tvær fyrirspurnir varðandi kaup mína á 8 kössum af þýsku d-cola í dós frá áhyggjufullum d-cola aðdáendum um að kókið væri ekki drykkjarhæft. Þegar menn eru koffínfíklar dauðans eins og ég þá hafa þeir smakkað ýmislegt. Eftir langa leit fann stelpan d-cola sem kemst í líkingu við það íslenska. Það er þýskt d-cola framleitt í Essen. Dósin er lítil, 33cl og er full af gosi og það er ekkert kanel bragð. Danska kókið er það versta í heimi, en allt er hey í harðindum og maður lætur sig hafa það þegar ekkert annað er í boði. Danska kókið verður goslaust um leið og fyrsti sopinn er tekinn og svo er líka þetta feita jólabragað af því nefnileg kanill. Ekki veit ég hvernig í andskotanum þeir geta troðið kanelbragði í kókið og hvers vegna gosið fer úr því um leið. Ef tyrkjabúllur eru heimsóttar niðri í bæ getur maður keypt svona þýskt Essen kók eða jafnvel pólskt. Kókið í búllunum er ódýrara þar sem ekkert pant er á dósunum og þar kynntist ég þessu ágæta Essen kóla. Drekka smyglað kóla frá Póllandi var svo sem ágæt, allavega betra en það danska og líka var flaskan 2l en það danska er bara 1 1/2l. Þannig að ég er þvílíkt búin að stúdera d-kólamarkaðinn í Danmörku og af þeim ástæðum keypti stelpan 8 kassa af d-kóla þ.e. 192 dósir sem gera 63,4 L af kóki. Ef 2 dósir eru drukknar á dag þá dugar kókið í drukkinn á dag þá dugar kókið í 96 daga eða 3 mánuði.
Nokkuð gott!!!
Ég er búin að fá tvær fyrirspurnir varðandi kaup mína á 8 kössum af þýsku d-cola í dós frá áhyggjufullum d-cola aðdáendum um að kókið væri ekki drykkjarhæft. Þegar menn eru koffínfíklar dauðans eins og ég þá hafa þeir smakkað ýmislegt. Eftir langa leit fann stelpan d-cola sem kemst í líkingu við það íslenska. Það er þýskt d-cola framleitt í Essen. Dósin er lítil, 33cl og er full af gosi og það er ekkert kanel bragð. Danska kókið er það versta í heimi, en allt er hey í harðindum og maður lætur sig hafa það þegar ekkert annað er í boði. Danska kókið verður goslaust um leið og fyrsti sopinn er tekinn og svo er líka þetta feita jólabragað af því nefnileg kanill. Ekki veit ég hvernig í andskotanum þeir geta troðið kanelbragði í kókið og hvers vegna gosið fer úr því um leið. Ef tyrkjabúllur eru heimsóttar niðri í bæ getur maður keypt svona þýskt Essen kók eða jafnvel pólskt. Kókið í búllunum er ódýrara þar sem ekkert pant er á dósunum og þar kynntist ég þessu ágæta Essen kóla. Drekka smyglað kóla frá Póllandi var svo sem ágæt, allavega betra en það danska og líka var flaskan 2l en það danska er bara 1 1/2l. Þannig að ég er þvílíkt búin að stúdera d-kólamarkaðinn í Danmörku og af þeim ástæðum keypti stelpan 8 kassa af d-kóla þ.e. 192 dósir sem gera 63,4 L af kóki. Ef 2 dósir eru drukknar á dag þá dugar kókið í drukkinn á dag þá dugar kókið í 96 daga eða 3 mánuði.
Nokkuð gott!!!