Til Þýskalands stefnum við Guðmundur í dag mestmegnis til að kaupa bjór, léttvín og d-kóla fyrir frúnna. Núna hugsa væntanlega margir, ja hérna hvað eru þau að spá og vínið sem er svo ódýrt í Danmörku. Þetta er alveg dagsatt en það er enn þá ódýrara í Þýskalandi. Þar getur maður fengið 3 kassa af Tuborg classic fyrir 2500 íslkr. og 6 flöskur af fínu hvítvíni fyrir 1300 íslkr. Ofan í bóndann rennur líka þetta skuggalega mikið magn af öli þannig að ef ég drykki sama magn myndi ég nú fljótlega líkjast smjörklumpi. Nei ég er að fíflast við erum stödd hjá Öldu og Palla í Søndeborg í helgarfríinu. Gott að vera komin á bíl ;-)
Søndeborg er alveg neðst á Jótalandi alveg við landamæri Þýskalands. Palli er bróðir tengdapabba sem er heima núna (vinnur erlendis) þannig að okkur Guðmundi fannst tilvalið að skreppa á megnlandið og skella okkur til Þýskalands í leiðinni til að versla vökva fyrir veturinn og rækta fjölskylduböndin. Reyndar er stelpan komin í haustfrí þannig að í næstu viku er engin skóli. Ég þarf samt að læra heilan helling og þá aðalega fyrir námskeiðin heima ásamt einni ritgerð um hvert var upphaf WW1 út frá kenningum alþjóðastjórnmála. Reyndar fór öll síðasta vika í heimapróf í rekstar og þjóðhagfræði við litlar vinsældir. Stelpan ekki alveg búin að vinna heimavinnuna sína þ.e. lesa efnið þannig að erfiðleg gekk að svara %$&/#! verkefninu efnislega hvað þá að skrifa svörin á dönsku. Svona til að lýsa stemningunni í portinu þá var stelpan að skrifa um ríkisbudduna að útgjöld blabla hefðu blabla áhrif á ... allavega fann ég ekki orðið ríkisbudda en pung getur líka þýtt veski/budda. Þannig að ég setti saman orðið og skrifaði í verkefnið regerinspungerne. Bóndinn tókst á loft þegar hann las svarið enda þýðir pung "pungur eða eista" ójá... ríkispungarnir... díses hvað stelpan var orðin langt leidd þarna... létt biluð enn annars lærði hún fullt af nýjum orðum tengd þessu fagi sem er annars nokkuð jákvætt en ég veit ekki hvernig prófið gengur í desember, það er seinna tíma vandamál.
Bíllinn svínvirkaði á keyrslunni en áður en haldið var út úr bænum varð að kaupa ný dekk undir bílinn. Ekki hægt að keyra hratt á lélegum dekkjum, maður hlustar nú á settið þrátt fyrir að vera gift kona ;o Reyndar var veðurspáin ekki góð, geðveikt rok og rigning þannig að við urðum að að gera þetta.
Það var ekkert að gera á þessu annars snyrtilega bíladekkjasöluskiptaverkstæði. Tveir félagar að vinna og annar þeirra sem afgreiddi okkur var ekkert smá hvumpinn. Tók hann ár og aldir að hefjast handa og svo gat hann ekki rétt af nýja dekkið þar sem hann gleymdi að bleita það eða e-ð (veit ekki alveg hvernig umfelgun og þið vitið hitt, virkar) þannig að það varð að umfelga aftur, taka nýja dekkið og bleyta og síðan setja það aftur á. Við vorum nefnilega EKKERT að reyna flýta okkur og fara af stað á undan umferðinni þar sem allir skólar voru komnir í haustfrí og fólk á faraldsfæti... Stelpan frekar óþolinmóð og til að kóróna allt færði skítugi fílufélaginn bíllinn í hjólastillingartækið. Settist í bílinn í skítagallanum nýbúin að þurrka dekkjaumskiptingarfituna í gallan og fokking fávitinn settist upp í bílinn. Djövull fauk í stelpuna þá.... og bóndinn, róleg Sara ekki segja orð. Ég fór í burt til að telja niður skapið (alltaf í sjálfstjórnaræfingum) bað pappír og þegar bíllinn var afhentur aftur eftir hjólastillinguna þá þurrkaði stelpan af stýrinu og SÆLL. Geðveik smurning og vibbi, en dekkin voru komin undir, bíllinn hjólastilltur og keyrði eins og hugur manns en við vorum rúman klukkutíma að komast út úr borginni sökum umferðar!!!
Góða helgi og skemmtun í kvöld þegar Ísland leggur Þýskaland af velli....
KOMA SVO STRÁKAR!!!!!
þokkalega sem verður horft á leikinn í kvöld kannski með þýsk-danskan bjór ;o ekki slæmt...
Søndeborg er alveg neðst á Jótalandi alveg við landamæri Þýskalands. Palli er bróðir tengdapabba sem er heima núna (vinnur erlendis) þannig að okkur Guðmundi fannst tilvalið að skreppa á megnlandið og skella okkur til Þýskalands í leiðinni til að versla vökva fyrir veturinn og rækta fjölskylduböndin. Reyndar er stelpan komin í haustfrí þannig að í næstu viku er engin skóli. Ég þarf samt að læra heilan helling og þá aðalega fyrir námskeiðin heima ásamt einni ritgerð um hvert var upphaf WW1 út frá kenningum alþjóðastjórnmála. Reyndar fór öll síðasta vika í heimapróf í rekstar og þjóðhagfræði við litlar vinsældir. Stelpan ekki alveg búin að vinna heimavinnuna sína þ.e. lesa efnið þannig að erfiðleg gekk að svara %$&/#! verkefninu efnislega hvað þá að skrifa svörin á dönsku. Svona til að lýsa stemningunni í portinu þá var stelpan að skrifa um ríkisbudduna að útgjöld blabla hefðu blabla áhrif á ... allavega fann ég ekki orðið ríkisbudda en pung getur líka þýtt veski/budda. Þannig að ég setti saman orðið og skrifaði í verkefnið regerinspungerne. Bóndinn tókst á loft þegar hann las svarið enda þýðir pung "pungur eða eista" ójá... ríkispungarnir... díses hvað stelpan var orðin langt leidd þarna... létt biluð enn annars lærði hún fullt af nýjum orðum tengd þessu fagi sem er annars nokkuð jákvætt en ég veit ekki hvernig prófið gengur í desember, það er seinna tíma vandamál.
Bíllinn svínvirkaði á keyrslunni en áður en haldið var út úr bænum varð að kaupa ný dekk undir bílinn. Ekki hægt að keyra hratt á lélegum dekkjum, maður hlustar nú á settið þrátt fyrir að vera gift kona ;o Reyndar var veðurspáin ekki góð, geðveikt rok og rigning þannig að við urðum að að gera þetta.
Það var ekkert að gera á þessu annars snyrtilega bíladekkjasöluskiptaverkstæði. Tveir félagar að vinna og annar þeirra sem afgreiddi okkur var ekkert smá hvumpinn. Tók hann ár og aldir að hefjast handa og svo gat hann ekki rétt af nýja dekkið þar sem hann gleymdi að bleita það eða e-ð (veit ekki alveg hvernig umfelgun og þið vitið hitt, virkar) þannig að það varð að umfelga aftur, taka nýja dekkið og bleyta og síðan setja það aftur á. Við vorum nefnilega EKKERT að reyna flýta okkur og fara af stað á undan umferðinni þar sem allir skólar voru komnir í haustfrí og fólk á faraldsfæti... Stelpan frekar óþolinmóð og til að kóróna allt færði skítugi fílufélaginn bíllinn í hjólastillingartækið. Settist í bílinn í skítagallanum nýbúin að þurrka dekkjaumskiptingarfituna í gallan og fokking fávitinn settist upp í bílinn. Djövull fauk í stelpuna þá.... og bóndinn, róleg Sara ekki segja orð. Ég fór í burt til að telja niður skapið (alltaf í sjálfstjórnaræfingum) bað pappír og þegar bíllinn var afhentur aftur eftir hjólastillinguna þá þurrkaði stelpan af stýrinu og SÆLL. Geðveik smurning og vibbi, en dekkin voru komin undir, bíllinn hjólastilltur og keyrði eins og hugur manns en við vorum rúman klukkutíma að komast út úr borginni sökum umferðar!!!
Góða helgi og skemmtun í kvöld þegar Ísland leggur Þýskaland af velli....
KOMA SVO STRÁKAR!!!!!
þokkalega sem verður horft á leikinn í kvöld kannski með þýsk-danskan bjór ;o ekki slæmt...