Á fróni...

miðvikudagur, október 08, 2003

Ný ríkisstjóri Californiu er víst staðreynd þegar ég vaknaði í morgun þetta hefur þá tekist hjá Arnaldi Svarta. Fylkið sem ég var einu sinni partur af og þekki pínu til gerði það að verkum að mér stendur nú ekki alveg á sama hver stjórnar CA.

Ég fór og skannaði heimasíðuna hans svona til að kanna bakgrunn hans og stefnur. Satt best að segja fannst mér þetta vera frekar almennt og ekkert sem stóðu uppúr. Bjarga orkuvandamáli Ca-búa og búa betur um námsmenn... svona hefðbundin staðbundin kosningaloforð.

Það sem ég held að Arnaldur hafi fram yfir aðra frambjóðendur er að hann þarf ekki að eyða aurum í að kynna sig sem persónu heldur bara það sem hann stendur fyrir (ef fólk hefur áhuga á því en sumir leita ekki svo langt) en Arnaldur hefur kannski eytt of miklu þar sem hægt er að "donata" peningum á síðunni hans í kosningabaráttuna !!! ælti hann sé blankur greiiiiðð....
Ef ég held áfram að ræða kosti hans þá vonandi er hann víðsýnni en kollegar sínir þar sem hann ólst upp í Evrópu og kemur með (að ég held) nýtt sjónarhorn sem vonandi hann getur nýtt sér inn í bandarísk stjórnmál. Hann kom til USA með klink í vasanum og er einn af þeim sem lét ameríska draumin rætast þannig að velgegni hans er komin til vegna harðar vinnu. Það er kostur tel ég fram yfir þá sem hafa fæðst með silfurskeið í munni. Hins vegar finnst mér ekki gott að Arnaldur standi fyrir væng Reblúblikana þar sem heimsbyggðin hefur slæma reynslu af runnarstjórninni, bæði fyrri og núverandi stjórn. Ég geri mér grein fyrir því, að það er verið að kjósa einstaklinga í kosningum í USA en ekki flokk, samt sem áður finnst mér þetta sverta Arnald Svarta að standa fyrir þennan væng stjórnmálanna í USA.

Kannski er þetta bara eitt stökk Arnalds Svarta af mörgum, kannski hann bjóði sig fram næst sem öldungadeildarþingmann nú eða fari í forsetaframboð fyrir Reblúblikana en þá er nú gott að safna í sarpinn, taka á kosningaframlögum af heimasíðunni sinni og kannski leika í nýrri action, tatrraatraa mynd þar sem NRA styrkir myndina með skotvopnum og stingur einum og einum dollara i vasa Arnalds!!!