Engin lognmolla
er í kringum fyrrum lærimeista minn, dr. Hannes Hólmstein Gissurarson um þessar mundir. Það sem ég á við eru ævisagnaskrif doktorsins á umdeildum en jafnframt stórmerkilegum manni, Halldóri K. Laxness. Ætli málið sé orðið rammpólitíkst fyrst skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins er sendur upp á Gljúfrastein með safnverði Landsbókasafnsins til að ná í einkabréf Auðar Laxness? Bara til að geyma á safninu eða bara fyrir Hannes? Í blaðinu í dag, segir frá því að Hannes hafi mætt með ljósritunarsveit upp í Landsbókasafnið til að að afrita safnið hans Halldórs!!!
Það litla sem ég þekki til Hannesar sem fræðimanns þá er hann mjög faglegur til verka og vandvirkur við það sem honum finnst skemmtilegt. (sbr. kennsluna sem hann virtist ekki hafa mikinn áhuga á en svo heimildarmyndir um liðna öld sem voru þvílíkt vel unnar hjá honum) Hvað Hannes vill draga fram í sviðljósið með rannsókn sinni á ævi Laxness, er eflaust sannleikurinn um þennan annars ágæta mann sem landinn hefur klætt í heilög klæði. Ég efast ekki um að Hannes verði með staðreyndarvillur eða máli skrattan á vegginn þar sem hann er góður fræðimaður en hins vegar getur túklun hans á einstökum gögnum leitt til þeirrar niðurstöðu sem hentar honum. Þetta á við um alla fræðimenn og þetta er þekkt aðferðafræðilegt vandamál.
Fólk sem á eftir að liggja á jólameltunni með bókina í hægri hönd og konfektið í hinni,(ég þar á meðal) verður einfaldlega að vera með varann á þegar það les bókina og gagnrýna hana út frá sinni eigin sannfæringu eins og um fræðirit væri að ræða en ekki afþreyingu.
En það er önnur spurning sem vaknar og hún er:
Við hvað eru ættingjar Laxness hræddir um að komi fram í dagsljósið með skrifum Hannesar?
1) að Hannes græði peninga á kosnað fjölskyldunnar. 2) að Hannes komi með staðreyndarvillur um ævi og störf nóbelskáldsins. 3) að sala á bókum Laxness minnki og þal. minni peningur inn í kassann fyrir útgefandann og fjölskylduna. 4) ættingjarnir eru trúir útgefanda Laxness, Halldóri Guðmundsyni sem er sjálfur að skrifa ævisögu skáldsins og eru hræddir um að sala á þeirri bók verði minni en ella vegna bók Hannesar. 5) að Hannes sem hefur verið hisspurslaus í skrifum sínum um skáldið, bæði fyrir og eftir andlát hans og að hann verði það áfram og skaði þá heilögu ímynd sem landinn hefur á Laxnessi.
Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör en ef ég þekki Hannes rétt, á hann eftir að svara þessu fullum hálsi, væntanlega skriflega. Fyrir þá sem hafa áhuga er heimasíða Hannesar skemmtileg lesning en þar má finna greinar sem doktorinn hefur ekki fengið birtar sökum hreinskilni hans. (viðhorf er valið) Topp 10 listinn er líka áhugaverð lesning... sem sé ef þú ert að vafra og vinnan er leiðinleg þá getur Hannes látið þig hlægja!!!
er í kringum fyrrum lærimeista minn, dr. Hannes Hólmstein Gissurarson um þessar mundir. Það sem ég á við eru ævisagnaskrif doktorsins á umdeildum en jafnframt stórmerkilegum manni, Halldóri K. Laxness. Ætli málið sé orðið rammpólitíkst fyrst skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins er sendur upp á Gljúfrastein með safnverði Landsbókasafnsins til að ná í einkabréf Auðar Laxness? Bara til að geyma á safninu eða bara fyrir Hannes? Í blaðinu í dag, segir frá því að Hannes hafi mætt með ljósritunarsveit upp í Landsbókasafnið til að að afrita safnið hans Halldórs!!!
Það litla sem ég þekki til Hannesar sem fræðimanns þá er hann mjög faglegur til verka og vandvirkur við það sem honum finnst skemmtilegt. (sbr. kennsluna sem hann virtist ekki hafa mikinn áhuga á en svo heimildarmyndir um liðna öld sem voru þvílíkt vel unnar hjá honum) Hvað Hannes vill draga fram í sviðljósið með rannsókn sinni á ævi Laxness, er eflaust sannleikurinn um þennan annars ágæta mann sem landinn hefur klætt í heilög klæði. Ég efast ekki um að Hannes verði með staðreyndarvillur eða máli skrattan á vegginn þar sem hann er góður fræðimaður en hins vegar getur túklun hans á einstökum gögnum leitt til þeirrar niðurstöðu sem hentar honum. Þetta á við um alla fræðimenn og þetta er þekkt aðferðafræðilegt vandamál.
Fólk sem á eftir að liggja á jólameltunni með bókina í hægri hönd og konfektið í hinni,(ég þar á meðal) verður einfaldlega að vera með varann á þegar það les bókina og gagnrýna hana út frá sinni eigin sannfæringu eins og um fræðirit væri að ræða en ekki afþreyingu.
En það er önnur spurning sem vaknar og hún er:
Við hvað eru ættingjar Laxness hræddir um að komi fram í dagsljósið með skrifum Hannesar?
1) að Hannes græði peninga á kosnað fjölskyldunnar. 2) að Hannes komi með staðreyndarvillur um ævi og störf nóbelskáldsins. 3) að sala á bókum Laxness minnki og þal. minni peningur inn í kassann fyrir útgefandann og fjölskylduna. 4) ættingjarnir eru trúir útgefanda Laxness, Halldóri Guðmundsyni sem er sjálfur að skrifa ævisögu skáldsins og eru hræddir um að sala á þeirri bók verði minni en ella vegna bók Hannesar. 5) að Hannes sem hefur verið hisspurslaus í skrifum sínum um skáldið, bæði fyrir og eftir andlát hans og að hann verði það áfram og skaði þá heilögu ímynd sem landinn hefur á Laxnessi.
Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör en ef ég þekki Hannes rétt, á hann eftir að svara þessu fullum hálsi, væntanlega skriflega. Fyrir þá sem hafa áhuga er heimasíða Hannesar skemmtileg lesning en þar má finna greinar sem doktorinn hefur ekki fengið birtar sökum hreinskilni hans. (viðhorf er valið) Topp 10 listinn er líka áhugaverð lesning... sem sé ef þú ert að vafra og vinnan er leiðinleg þá getur Hannes látið þig hlægja!!!