Á fróni...

þriðjudagur, október 21, 2003

Var að gera mér grein fyrir því, að vika er síðan ég sat við tölvuna og skrifaði. Ekki gott!!! Reyndar komu tvær óvæntar heimsóknir sunddrottninganna okkur ákaflega skemmtilega á óvart. Bæði Sveinbjörg og Hildur Björk í bæjarferð með mönnum sínum og þar sem Sara er stödd í Danmörku var hringt og heimsókn var tilkynnt. Sveinbjörg og Siggi komu á þriðjudagskvöldið og Frú Hildur og Herra Björn á laugardagskvöldið. Síðan kom vinnufélagi Guðmundar að heiman hingað á miðvikudaginn og svaf tvær nætur enda stutt héðan í Vedbænk. Þannig að það var fullt að gerast alla vikuna og ekkert lært. Ég er orðin svo illa stressuð að ég veit eignlega ekki hvar ég á að byrja og það eru próf eftir 6 vikur. FUCK !!!

Skítakuldi er búin að vera hérna sl. viku og oft hefur hitinn farið undir frostmark. Guð sé lof fyrir ofnana og góðu sængurnar!!! Annars er ekkert að frétta, bara stress stress stress og skapið er eftir því!!!!

en núna er mbl.is og kaffelatte og síðan verkefni 2 í Rekstarhagfræði.