Á fróni...

sunnudagur, september 28, 2003

ein í kotinu þar sem bóndinn skrapp í tvo daga til Prag, djö.. ég hefði átt að fara með honum en allavega ekki í þetta skiptið. Á föstudaginn var okkur boðið í mat til íslendinga sem fluttu í sumar hingað til Holte ásamt nonna nágranna, Ölmu og Kolbrúnu. Hjónin heita Halldór (kallaður Biggi), Hlín og gússímúss Valtýr sem er búin að bræða hjarta mitt. Þvílíkan engil hef ég hitt lengi, bara brosir og hjalar endalaust!!! Biggi hefur fengið á sig nýtt nafn Biggi the master pizza maker!!! Þetta heiti ber hann með mikilli reisn enda bakaði hann sig inn á topp 5 bestu Pizzur sem Sara hefur smakkað á ævinni og eru þær orðnar nokkrar!!! ohh já Eldsmiðjan má fara vara sig þvílíka gúmmulaðið maður... fæ alveg vatn í munnin við tilhugsunina. Nú er rætt um hvort við gætum bara ekki stofnað fyrirtæki hérna í portinu, Biggi the master pizza maker býr til Pizzur og við hin reynum að selja þær hérna í portinu. Ég held að þær eigi eftir að slá í gegn allavega er Biggi the master pizza maker búin að gera það hjá okkur Guðmundi og Nonna og Co.

Vikan verður erfið enda fæ ég heimapróf í djö.... ökonomi á föstudaginn og Sara á eftir að lesa alla fokking bókina nema fyrstu 3 kaflana og eru þeir margir. Öll næsta helgin fer síðan í að gera þetta blessaða heimapróf þannig að ég hlakka ekkert rosalega til næstu viku.

Annars er ég að melta það að koma heim í haustfríinu, taka púlsinn á liðinu í MPA náminu og undirbúa hópverkefni sem verður í nóvember, nema hvað að það er djövull dýrt að fluga nákvæmlega á þessum tíma sem ég vil fara og fyrir sama verð gæti við hoppað til borgar börsunga eða til Prag fyrir sama verð!!! Er í vandræðum... en þarf engu að síður að taka ákvörðun fljótlega.