Helgin bara nokkuð góð...
enda borðaði ég á rosalega góðum Tapasbar sem heitir Los Flamencos (Admiralgade 25, 1066 Kbh. K, Telf.:+45 3316 3435 og er opin á mán- fimmtudaga. 17-24 og föstd. og laugard. 13- 24 en lokað á sunnudögum) og er ekta spænskur staður.
Mér var hugsað til Spánar og þess tíma sem ég var það að læra spænsku og elda og borða spænskan mat. OHHH... nammi namm... þetta var ekkert smá huggulegur staður, ég meira að segja reyndi fyrir mér í spænskunni og varð nokkuð örugg þar til ég ruglaðist á banana (platano) og diski (plato). Það hlógu allir kokkarnir og eigandinn manna hæst... ég roðnaði niður í rass og þagði það sem eftir var. Maturinn var góður þótt spænskan mín klikkaði, enda notar maður hana nú ekki alveg á hverjum degi. Ég get mælt með Jamon Iberico Pata negra (spænsk hráskinka sem hangir í 7 ár -ekki fyrir grænmetisætur), Tortilla Espanola sem er spænsk omuletta með kartöflum og eggjum, Gambas al Ajilloo eða rækjur í hvítauk og steinselju, Quesos Espanoles Vanados eða spænskur ostur sem er rosalega góður og skemmtilegur í Tapas, mjög þurr og er borin fram í þunnum þríhyrningum og Croquetas de Pollo eða djúpsteiktar kjúklingabollur sem voru alveg rosalega góðar.
Þessi staður fær toppeinkunn og get ég mælt með honum með góðri samvisku, allavega ætla ég þangað aftur, líka til að æfa mig í spænskunni...
enda borðaði ég á rosalega góðum Tapasbar sem heitir Los Flamencos (Admiralgade 25, 1066 Kbh. K, Telf.:+45 3316 3435 og er opin á mán- fimmtudaga. 17-24 og föstd. og laugard. 13- 24 en lokað á sunnudögum) og er ekta spænskur staður.
Mér var hugsað til Spánar og þess tíma sem ég var það að læra spænsku og elda og borða spænskan mat. OHHH... nammi namm... þetta var ekkert smá huggulegur staður, ég meira að segja reyndi fyrir mér í spænskunni og varð nokkuð örugg þar til ég ruglaðist á banana (platano) og diski (plato). Það hlógu allir kokkarnir og eigandinn manna hæst... ég roðnaði niður í rass og þagði það sem eftir var. Maturinn var góður þótt spænskan mín klikkaði, enda notar maður hana nú ekki alveg á hverjum degi. Ég get mælt með Jamon Iberico Pata negra (spænsk hráskinka sem hangir í 7 ár -ekki fyrir grænmetisætur), Tortilla Espanola sem er spænsk omuletta með kartöflum og eggjum, Gambas al Ajilloo eða rækjur í hvítauk og steinselju, Quesos Espanoles Vanados eða spænskur ostur sem er rosalega góður og skemmtilegur í Tapas, mjög þurr og er borin fram í þunnum þríhyrningum og Croquetas de Pollo eða djúpsteiktar kjúklingabollur sem voru alveg rosalega góðar.
Þessi staður fær toppeinkunn og get ég mælt með honum með góðri samvisku, allavega ætla ég þangað aftur, líka til að æfa mig í spænskunni...