Svo er hún Ylfa vinkona byrjuð að blogga. Koma svo Ylfa mín vera dugleg að skrifa annað en hún Magga mín sem hefur ekki sést síðan 20. mars... Margrét, ég er ekki nógu ánægð með þetta... Síðan er annar nýr blogglinkur á Jarlaskáldið en Jarlaskáldið var bekkjarbróðir Gumma í Seljaskóla og er vinur herra Andréssonar og frúar en það eru Elín vinkona og Magnús hennar. Frásagnarlist skáldsins er einhver sú besta sem sést hefur í bloggheimum enda skáldið einkar vel máli farin. Stundum er skáldið full langmæltur en bætir það upp með skemmtilegum stíl og frásagnarlist sem er gaman að skoða. Sem sé frábært blogg sem vert er að lesa, sérstaklega fyrir bloggara sem virða ekki íslenskt mál og skrifa á talmáli sem ég þoli ekki að lesa. Orð eru skrifuð eins og .... nottla=náttúrulega, maur=maður, ekkva=eitthvað, tjilla= taka því rólega, tjekka=skoða/kanna, akkuru= af hverju... Þetta er víst e-r nýr stíll, þ.e. þegar menn nota þessi dæmi í frásögn, ég er nú ekki vel að mér í íslensku en rosalega fer þetta í taugarnar á mér þegar fólk skrifar svona... verð ákaflega örg. Þess vegna les ég Jarlaskáldið og fleiri góða bloggara sem settir eru inn á síðuna okkar...
laugardagur, mars 29, 2003
<< Home