Á fróni...

þriðjudagur, mars 25, 2003

Hættuleg blanda

Vikan að verða hálfnuð og CNN, DR1 og TV2 eru búinar að vera í loftinu nánast 24 - þetta fer að vera ágætt. Þvílík helgi í alþjóðamálum segi ekki annað!!! Það er reyndar lítið annað rætt í fjölmiðlum hérna í Danmörku annað en stríðið. Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu er að þetta er ekki stríð gegn múslímum heldur ákveðnum valdhöfum. Þegar predikarar í moskum eru farnir að dreyfa út miðum gegn stríðinu og þá kemur út hættulegur koktell, pólitíkskar skoðanir og trúarbrögð. Það þarf að telja fólki trú um að það er ekki verið að ráðast gegn trúnni heldur valdhafa sem vill svo óheppilega til að er múslimatrúar. Hérna skortir fræðslu!!! Ég er nú ekki vel að mér í trúarbragðarsögu en veit að múslimatrúin skiptist í tvennt, shíta og súnníta. Saddam er súnníti og hefur komið fram liðina helgi að hann hefur skipulega tekið shíta úr umferð, bæði drepið þá, fjölskyldur þeirra, fangelsað þá fyrir skoðanir sínar og misþyrmt ílla. Á annari dönsku stöðinni koma fram, í viðtali við tvær shítakonur að enginn hefur drepið eins marga "múslima" og Saddam sjálfur, ekki einu sinni Ísraelsmenn og hafa þeir nú verið duglegir við það... Önnur þeirra sat í fangelsi en hin var ekkja þar sem búið var að drepa manninn hennar fyrir rangatrú. Ég veit nú ekki um áræðanleika þessa en e-ð hlýtur nú að vera til í þessum málflutningi.

Ætli þeir sem brenndu íslenska fánann í miðborg Kaupmannahafnar hafið vitað um þessa skipulegu útrýmingu á shítamúslímum í Írak, en það kom fram í fréttinni að þeir hefðu verið af arabísku bergi brotnir. Mér skildist alltaf að múslímatrúin væri trúarbrögð sem byggðist á bræðarlagi, voru þeir þá að mótmæla stríðinu, með því að brenna íslenska fánann, vegna þess að þeir eru múslímar eða vegna þess að þeir styðja Saddam og skipulegar útrýmingar hans á shítamúslímum? Eða voru þetta einungis íslendingar að mótmæla stríðínu í held sinni án þess að hafa skoðun á valdhöfum í Írak?

Ég er búin að vera hugsa þetta mikið enda fannst mér pínu sárt að horfa upp á fánann minn brenndan en of nánin tengsl stjórnmála og trúarbragða er hættuleg blanda...