20. mars - dagur þriðju heimstyrjaldarinnar?
Stríðið er byrjað það vita allir núna í morgunsárið. Mér finnst ansi mikil kaldhæðni að hugsa til þess, að á meðan drekk mitt Guatemala-expressó og horfi á live CNN, er fólk að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn, hvort sem hann er íraskur eða fyrir bandamenn. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvað gerði það að verkum að fólki gengi í heri og væri tilbúið til að fórna lífi sínu, sál og útlimum fyrir sína ástkæru fósturjörð. Hjá flestu fólki lifum við einugis einu sinni þótt það séu sumir sem segjast hafa lifað í öðrum lífum en ég er ekki ein af þeim. Þrátt fyrir að ég elski mitt land, beri virðingu fyrir mínu móðurmáli og sé stolt af því að vera Íslendingur, er ég ekki tilbúin til að fórna lífi mínu fyrir það. Gæti ég þá talist annars flokks þjóðfélagsþegn?
Það er svo margt sem ég á eftir að gera, skoða heiminn, vonandi eignast fjölskyldu, gifta mig, vinna og eyða tímanum með þeim sem mér þykir vænt um, fjölskyldan mín og vinir. Þessir hermenn sem eru í viðbragðstöðu og bíða eftir fyrirmælum um innrás/vörn finnst mér vera að ganga út í opninn dauðann þrátt fyrir að þeir séu vopnaðir. Margir eru ungir og barnlausir en síðan eru fjölskyldu fólk. Röksemd Hannesar Hólmsteins myndi vera "þetta er þeirra val" og þar er ég honum sammála en hvað gerir það að verkum að þeir velja þessa leið í lífinu??? Hafa þeir ekki séð heimildarþætti, viðtöl við fyrrum hermenn um hvaða afleiðingar stríð hefur á sálina. Ég hef séð óteljandi þætti, bæði sögulega heimildarþætti, viðtöl þar sem hermenn lýsa aðstæðum sínum og margir hverjir brotna niður og einfalda gráta við að segja sögu sína og lýsa aðstæðum sínum, jafnvel þótt að 60 ár síðan að WW2 lauk. Hvað segir þetta okkur hinum sem höfum aldrei verið í beinu stríði eða misst ættingja okkar við svona aðstæður. Jú að stríð séu alveg hrikaleg jafvel þótt að menn komist lifandi í gegnum þau, hafa þau varanleg áhrif á sálina og skiptir þar engu um hvort um sé að ræða bandamenn eða óvini.
Stríð eru hræðileg fyrir alla held ég og hafa bein/óbein áhrif á líf okkar allavega eru komnir verðir fyrir framan vinnuna hans Gumma og verða þar á skrifstofutíma, segir það okkur ekki eitthvað?
Stríðið er byrjað það vita allir núna í morgunsárið. Mér finnst ansi mikil kaldhæðni að hugsa til þess, að á meðan drekk mitt Guatemala-expressó og horfi á live CNN, er fólk að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn, hvort sem hann er íraskur eða fyrir bandamenn. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvað gerði það að verkum að fólki gengi í heri og væri tilbúið til að fórna lífi sínu, sál og útlimum fyrir sína ástkæru fósturjörð. Hjá flestu fólki lifum við einugis einu sinni þótt það séu sumir sem segjast hafa lifað í öðrum lífum en ég er ekki ein af þeim. Þrátt fyrir að ég elski mitt land, beri virðingu fyrir mínu móðurmáli og sé stolt af því að vera Íslendingur, er ég ekki tilbúin til að fórna lífi mínu fyrir það. Gæti ég þá talist annars flokks þjóðfélagsþegn?
Það er svo margt sem ég á eftir að gera, skoða heiminn, vonandi eignast fjölskyldu, gifta mig, vinna og eyða tímanum með þeim sem mér þykir vænt um, fjölskyldan mín og vinir. Þessir hermenn sem eru í viðbragðstöðu og bíða eftir fyrirmælum um innrás/vörn finnst mér vera að ganga út í opninn dauðann þrátt fyrir að þeir séu vopnaðir. Margir eru ungir og barnlausir en síðan eru fjölskyldu fólk. Röksemd Hannesar Hólmsteins myndi vera "þetta er þeirra val" og þar er ég honum sammála en hvað gerir það að verkum að þeir velja þessa leið í lífinu??? Hafa þeir ekki séð heimildarþætti, viðtöl við fyrrum hermenn um hvaða afleiðingar stríð hefur á sálina. Ég hef séð óteljandi þætti, bæði sögulega heimildarþætti, viðtöl þar sem hermenn lýsa aðstæðum sínum og margir hverjir brotna niður og einfalda gráta við að segja sögu sína og lýsa aðstæðum sínum, jafnvel þótt að 60 ár síðan að WW2 lauk. Hvað segir þetta okkur hinum sem höfum aldrei verið í beinu stríði eða misst ættingja okkar við svona aðstæður. Jú að stríð séu alveg hrikaleg jafvel þótt að menn komist lifandi í gegnum þau, hafa þau varanleg áhrif á sálina og skiptir þar engu um hvort um sé að ræða bandamenn eða óvini.
Stríð eru hræðileg fyrir alla held ég og hafa bein/óbein áhrif á líf okkar allavega eru komnir verðir fyrir framan vinnuna hans Gumma og verða þar á skrifstofutíma, segir það okkur ekki eitthvað?