Á fróni...

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Klipping

Ég er ein af þeim sem finnst ákaflega notalegt að fara í klippingu og hlakka mikið til þegar hárið er úr sér vaxið, að láta e-n dekra við það og hleypa í það nýju lífi og gera það snyrtilegt. Þessi dagur var í dag en mikið djövull er ég reið eftir þessa heimsókn til rakarans. Ég fór fram á við skvísuna hvað ég vildi og auðvitað skildi hún mig ekki enda veit ég ekki hvernig maður segir: styttur þarna og þarna .... mere luft her, og her, måske lidt korter her men jeg vil gerne halde længten... ohhhh já hlægiði bara en mér finnst þetta ekki vitund fyndið. Þegar skvísan var búin að fara í gengum allt hárið og snyrta endana vildi ég fá mína rokk klippingu með mikið af styttum sem sé mikið vilt og loft mikið. Hverju haldi þið að skvísan hafi svarað... nei þetta gengur ekki, það er ekki hægt að setja meiri styttur í hárið því þá stemmir það ekki við síddina... ég svaraði: já en ég vil það ...nei svarði hún, það vill enginn hafa stutt að ofan en sítt að aftan, já en ég vil það, svarði ég. Nei það er ekki í tísku og það finnst engum það flott... ARRRRRRRRRRRRggggggggg Gellan gaf sig ekki og ég endaði að borga fyrir klippingu sem er hálfkláruð að mínu mati þar sem helv... klipparinn neitaði að gera það sem ég bað hana um...
Djövull... hvað ég er fúl og helvítis danirnir að þykist vita hvað manni sjálfum er fyrir bestu.