Á fróni...

föstudagur, mars 28, 2003

Bara komin helgi, púff hvað vikan er búin að líða hratt. Úti er brakandi blíða, 18 gráður í sólinni og Gummi er að massa föstudaginn í vinnunni til að komast heim á skikkanlegum tíma til að geta sest úti með kaldan öl og notið sólarinnar í garðinum. Reyndar fór ég upp í vinnunna til hans þar sem ég hef aldrei komið í heimsókn þangað. Þetta er rosalega flott og notendavænt starfsumhverfi og held ég að mörg fyrirtæki heima á frónni mættu taka sér það til fyrirmyndar. En ég ætla ekki að tala um starfsumhverfi Gumma nánar, hann getur gert það sjálfur. Hins vegar á leiðinni til hans í strætó þá fór ég að hugsa um fólkið sem kom inn í vaginn og fór úr honum aftur. Bara skoða fólkið allt frá leiksskóla hópi, nemendum, nýbökuðum mæðrum til jakkafata gæja og ellismella. Milli 9 -14 á daginn er nánast bara aldraðir sem koma í vagninn og aldraðir skv. minni skilgreiningur er 75+. Kannski lítur fólkið úr fyrir að vera eldra en það er sérstaklega þegar maður hugsar til þess hvað það er búið að reykja lengi úr sér lungu og lifur. Sumir eru svo hrörlegir að mér stendur oft ekki á sama þar sem mér finnst liðið ætla einfaldlega að deyja fyrir framan mig. Oft á tíðum er það svo gamalt og illa farið, hrisstist allt og skelfur, varla nær að halda sér í þegar það fer út úr vagninum. Síðan dregur það á eftir sér innkaupatöskuna, sem er á hjólum og bara rykkir þegar e-ð verður í vegi þess sem sé fætur, skór eða aðrir innkaupapokar. Félagar okkar sem búa hérna í Köben, hvort sem um er að ræða á Amager eða í Herlev, finnst við búa up í sveit. Það er vissulega stutt í sveitina og golfvölinn en að sama skapi eru ekki eru barir og matsölustaðir á hverju horni og bílaumferð langt fram eftir nóttu. Þegar maður hefur ekki heyrt í félögunum lengi, er spurt: hvernig gengur sauðburðurinn??? eða hvað er að frétta úr sveitinni hehe. Þetta er auðvitað ekkert nema öfund þar sem við erum í heldri manna sveitarfélagi og erum með garð og alles... Ef við Gummi búum einhver staðar þá er það á svæði sjálfstæðra ellismella en ekki upp í sveit!!!