Á fróni...

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Matarást
Þar sem ég er búin að tala um stríðið í Írak sl. tvær vikur þá langar mig í segja ykkur frá miklu skemmtilegra umræðuefni nefnilega mat:)
Það er þáttur á SVT1 eða sænska RÚV. Þetta er matreiðsluþáttur með pró kokki og blaðamanni sem spyr hana út úr er hún eldar. Félaginn fer einnig á stúfanna, eins og í kaffi- te- og súkkulaði smökkun, fjallar um ofnæmi í mat og ýmislegt sem tilheyrir matargerð og matarást. Kokkurinn, hún Tina er alveg dýrleg, ef ykkur fannst Nigella spennandi og Jamie flottur þá er hún samblanda af þeim báðum, sem sé faglærður kokkur með þvílíkan sjarma. Á heimasíðunni þeirra eru uppskriftir og get ég mælt með "Flamberade bananer med rom och rostad mande" eða romm gláðir bananar með möndluflögum og eru undir Recept-Desserter och godis. Frábær eftirréttur sem tekur enga stund og er skuggalega góður með ís eða rjómaslettu...nammi namm

Ég setti heimasíðu þáttarins í stikkuleggi undir"skemtilegt að skoða" verði ykkur að góðu :-o