Á fróni...

föstudagur, apríl 04, 2003

Dýrlegur morgunn og hreyfing

Úti er kalt en sólin er löngu komin upp og það er yndislegt að vakna þegar hún skín og vermir mann í gegnum gluggann. Veðrið minnir mig óneitanlega á árrisula sundmenn sem vöknuðu fyrir allar aldir til að fara á sundæfingu í Laugardalslauginni (reyndar ekki í apríl frekar í maí) en fengu í staðin frábæra sólarupprás og dýrlega kyrrð ásamt 4km. Vá hvað við vorum biluð!!! En fyrir þá sem ekki þekkja til mín, þá er ég ásamt mínum fyrrverandi sundfélögum búin að synda vegalengdina til tunglsins og aftur til baka með heimsins besta sundfélagi á Íslandi Ægi.
Til þessa hef ég ekki stungið mér til sunds hérna í Danaveldi, hef ekki farið í sund síðan í ágúst 2002 og verð að viðurkenna að ég er komin með létt fráhvarfseinkenni af sundlaugaferðum en það er stefnt að bæta úr því um páskana með Olgu sys þar sem hún má ekki missa úr sundæfingu og verð ég að fara með henni til að láta hana synda og jafnvel synda smá sjálf. Hreyfing er nauðsynleg fyrir alla, bæði konur og kalla. Ég ákvað því gerast svo frökk að prufa þolfimi og palla hérna í staðbundna gymminu. En þetta er ekki bara æfing fyrir skrokkinn heldur líka upprifjun á dönskunni sem maður fær ekki í málaskólanum í Hellerup eða í kennslu á dönskum stjórnsýslufræðum. Satt best að segja þá hlóg ég svo mikið til að byrja með, var í stökustu vandræðum með að skilja fagmál leiðbeinandans: bøje knæ, hjøre også venstre, en længe hale... op og ned -gå runt, hop hop... og alt igen... ykkur finnst þetta kannski vera afskaplega einfalt, já já brosiði bara en þetta var hægra sagt en gert. Ég er nú orðin nokkuð góð núna, þótt ég segi sjálf frá enda er farin að þekkja inn á kennarana.

Það er samt eitt sem gerir útaf við mig og það er "til/afmelde" kerfið þeirra í gymminu. Maður getur "til-melt" sig í tíma sem verða eftir einn mánuð eða fimm og það er gert í gegnum tölvu. humm... já á föstudaginn 16. maí ætla ég að að fara í Step og þá skrifa ég það niður í dagbókina mína. Svona eru Danir skipulagðir allavega. Þegar maður kemur í tíma, án þess að vera ekki búin að "til-melda" sig, getur maður átt þá hættu að tíminn sé fullbókaður en ekki fullur!! Það eru nefnilega sumir sem "til-melda sig og mæta ekki en gleyma að "af-melda sig" og þá losnar pláss. Eru þið að ná þessu??? Ég lenti einmitt í þessu í gær, var ekki búin að plana fram í vikuna hvaða tíma ég ætlaði í (viku fram í tímann) og síðan var tíminn fullbókaður, fór ég á biðlista og svo kom ekki e-r sem hafði "til-melt" sig en gleymdi að "af-melda" sig... og ég var heppin og komst í tímann.

En ég fljót að læra og "til-meldi" mig í tíma í dag og á sunnudaginn kl. 17:00