Bjór og jólastúss
Bóndinn talar um jólabjór og ég er farin að hugsa til jólanna. Nú hugsa allir sem lesa þetta... Hún Sara er GEÐVEIK þar sem hún er farin að hugsa um jólin. Ég skil bara ekkert í mér ef ég á að vera hreinskilin þar sem mig langaði að fara spila jólalög í október. Ég er rosalega mikið jólabarn að bóndanum er stundum nóg um sérstaklega þegar ég vildi spilia jólalög í október. Það fannst honum of snemmt!!! innst inni er ég sammála honum en þegar maður er að jólast t.d. að búa til jólakort eða búa til jólagjafir verður að vera jólatónlist þrátt fyrir að það sé október.
Í gær fórum ég, Hlín nágranni og Valtýr gússímús í langan göngutúr til þess að klippa greinar og ber í hurðar(jóla)krans. Mér leið eins og þjófi þar sem ég og Hlín með klippurnar á lofti, réðumst á trén og runna í görðum hjá ókunnugu fólki og fengum "lánað í kransa". Við komum heim og settumst að verki hjá Hlín. Ég var talsvert heppnari en hún þar sem allskyns kvikindi bæði lifandi og dauð poppuðu upp um úr kransinum hennar. Frekar ógeðslegt en Hlín var með fingurnar á lofti og ég barði öllu sem ég komst í til að drepa þau. Þrátt fyrir þau eru kransarnir flottastir í Danmörku þótt víða væri leitað. Síðan lofaði ég mér í gærkveldi að í hverri viku í nóvember verður tekinn upp einn jólaskreytingakassi til að skreyta. Þannig að þegar kassarnir eru búinir verður komin desember. ;-)
Í kvöld fáum við síðan verkfræðifélaga Guðmundar úr HÍ í mat og konuna hans og ætlum við að elda rósmarín svissaðan kjúling í hvítvíns/hvítlaukssósu. Nammi namm
en núna er það kaffi og mbl.is
Góða helgi allir!
Bóndinn talar um jólabjór og ég er farin að hugsa til jólanna. Nú hugsa allir sem lesa þetta... Hún Sara er GEÐVEIK þar sem hún er farin að hugsa um jólin. Ég skil bara ekkert í mér ef ég á að vera hreinskilin þar sem mig langaði að fara spila jólalög í október. Ég er rosalega mikið jólabarn að bóndanum er stundum nóg um sérstaklega þegar ég vildi spilia jólalög í október. Það fannst honum of snemmt!!! innst inni er ég sammála honum en þegar maður er að jólast t.d. að búa til jólakort eða búa til jólagjafir verður að vera jólatónlist þrátt fyrir að það sé október.
Í gær fórum ég, Hlín nágranni og Valtýr gússímús í langan göngutúr til þess að klippa greinar og ber í hurðar(jóla)krans. Mér leið eins og þjófi þar sem ég og Hlín með klippurnar á lofti, réðumst á trén og runna í görðum hjá ókunnugu fólki og fengum "lánað í kransa". Við komum heim og settumst að verki hjá Hlín. Ég var talsvert heppnari en hún þar sem allskyns kvikindi bæði lifandi og dauð poppuðu upp um úr kransinum hennar. Frekar ógeðslegt en Hlín var með fingurnar á lofti og ég barði öllu sem ég komst í til að drepa þau. Þrátt fyrir þau eru kransarnir flottastir í Danmörku þótt víða væri leitað. Síðan lofaði ég mér í gærkveldi að í hverri viku í nóvember verður tekinn upp einn jólaskreytingakassi til að skreyta. Þannig að þegar kassarnir eru búinir verður komin desember. ;-)
Í kvöld fáum við síðan verkfræðifélaga Guðmundar úr HÍ í mat og konuna hans og ætlum við að elda rósmarín svissaðan kjúling í hvítvíns/hvítlaukssósu. Nammi namm
en núna er það kaffi og mbl.is
Góða helgi allir!