Íslenskt sveitarball í Danmörku var ótrúlega skemmtileg uppákoma sérstaklega þegar menn eru nokkuð edrú og geta spottað smáatriðin af nákvæmni. Íslendingar alltaf við sama heygarðshornið þegar kemur að áfengi... Kom okkur svo sem ekkert á óvart ;)
Sveitin mætti á staðinn eftir blótið sjálft, milli 23:00 og 24:00 og þá var stemningin orðin nokkuð góð... Við innkomuna blasti við okkur þetta fína félagsheimili eins og þau gerast best í dreifbýli á Íslandi. Uppröðun borða og stóla eins og á góðu sveitarballi og minnti einna helst á "Með allt á hreinu" stólarnir voru meira að segja ekta... Bandið (Í svörtum fötum) íslenskt að sjálfsögðu, sá um stemninguna við góðar unditektir viðstaddra... Þeir spiluðu allt frá Rammstein og dansku rónaröflri til sálarinnar og eigins efnis... fínt dansi band og er ég enn með sperrur í skrokknum...Á svæðinu var mikið af ólíku fólki... var allt frá nýdönum, nýskriðnum til landsins, dauðþreyttum háskólanemum til reynslubolta, sem sest hafa hér að á tímum Flower Power og Harre Kristna og bankastjóra í vísiteringu frá Íslandi, sem sé allt litrófið...
Þetta var langt en fínt kvöld og mikið var ljúft að komast heim til að hvíla lúin bein... reyndar bara tvö þar sem næturgestir okkar höfðu öðrum hnöppum að hneppa... :o
Sveitin mætti á staðinn eftir blótið sjálft, milli 23:00 og 24:00 og þá var stemningin orðin nokkuð góð... Við innkomuna blasti við okkur þetta fína félagsheimili eins og þau gerast best í dreifbýli á Íslandi. Uppröðun borða og stóla eins og á góðu sveitarballi og minnti einna helst á "Með allt á hreinu" stólarnir voru meira að segja ekta... Bandið (Í svörtum fötum) íslenskt að sjálfsögðu, sá um stemninguna við góðar unditektir viðstaddra... Þeir spiluðu allt frá Rammstein og dansku rónaröflri til sálarinnar og eigins efnis... fínt dansi band og er ég enn með sperrur í skrokknum...Á svæðinu var mikið af ólíku fólki... var allt frá nýdönum, nýskriðnum til landsins, dauðþreyttum háskólanemum til reynslubolta, sem sest hafa hér að á tímum Flower Power og Harre Kristna og bankastjóra í vísiteringu frá Íslandi, sem sé allt litrófið...
Þetta var langt en fínt kvöld og mikið var ljúft að komast heim til að hvíla lúin bein... reyndar bara tvö þar sem næturgestir okkar höfðu öðrum hnöppum að hneppa... :o