Jæja, skólinn byrjaður og stressið farið að banka á dyrnar. Búin að mæta í fyrstu tíma annarinnar og taka út kennarana. Þar sem stjórnmálafræðin hérna í Danmörku er afskaplega íhaldsöm átti ég nú ekki von á þráðlausu neti í skólanum. Mér er hugsað til samnemenda minna í HÍ er þeir kvörtuðu óspart yfir því að skólinn byggi ekki yfir þráðlausu neti þar sem HR væri komin með slíkt og blablabla Háskóli Íslands, þessi mikla mennta- og rannsóknarstofnun væri með lélegar tölvur og þar fram eftir götunum. Sumir af kennurunum mínum við stjórnmálafræðiskor lágu undir ámæli, meðal annars vegna þess að þeir notuðu glærur eða tússtöfluna í stað powerpoint glæra, sem áttu helst að vera komnar á netið degi fyrir kennslu eins og var í verk- og viðskiptafræðideildum. Allt svo gamaldags og við svo eftir á... Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og flestir fastráðnir kennarar við skorina eru komnir með heimasíðu, þó ekki þeir allra þrjóskustu. Þráðlaust net kom fyrir e-m árum og allir komnir með lappa í skólann. Sem sé HÍ tæknivæddur en það get ég ekki sagt um stjórnmálafræðina hérna í Danmörku. Vá hvað þeir eru eftir á í að netvæða kennsluna. Ef það er ekki gamla góða krítin á grænu töfluna,sem er vonandi búið að skipta um síðan í tíð Konráðs Gíslasonar Fjölnismanns, þá er það tússtaflan og við sérstök tilefni er notast við glærur. Aldrei powerpoint eða lappinn notaður meira að segja Ökonomi kennarinn notaðist við útprentaðar glærur en ekki glærushow. Mér var allri lokið er ég reyndi að rýna í letrið á glærunni í sal sem tekur Fullt af fólki og er með þrjá varpara sem varpa af glærunni... liðið heima kvartaði en hérna opnar enginn munninn. Það er enginn í 50 manna bekknum mínum með lappa til að skrifa á og ef það eru fyrirlestrar þá er notast við grænutöfluna, tússinn eða glærur. Hversu lengi þetta heldur svona áfram verður vert að fylgjast með en ég verð hérna næstu árin þannig að kannski fer ég aftur í grænutöfluna og nota glærur við sérstök tilefni....
Lengi lifi tæknin !!!
Lengi lifi tæknin !!!