Fórum í mat til nöfnu minnar, Palla og litlu snússunar Helenu Evu í gærkveldi. Góður matur, skemmtilegur félagskapur og lítil gússimús til að pota í og halda á. Gott kvöld nema hvað að nágranni þeirra var ekki alveg á sömu bylgjulengd og truflaði hann pínu kvöldið. Ekki það að hann færi e-ð í taugarnar á mér enda þekki ég manninn ekki neitt...meira svona skaut upp vangaveltum um gæði nágranna og mikilvægi tillitseminnar þegar maður býr ekki í einbýlishúsi heldur í sambýli. Strax upp úr átta fór að heyrast þessi rosalega fjölbreytta Euroteknó tónlist (dauðans :o ) handan veggsins. Mér var hugsað til Tunglsins sáluga og þeirra skipta sem ég og Elín fórum þangað til að dilla okkur...síðan eru liðin mörg ár . Nágranninn kom til tals, þrítugur strákur með aflitað hár ...og það er búið að vera partý nánst hverja helgi eftir að 18 ár skvísan hans flutti út eftir að hafa verið komin í samkeppni við aðra!!!...kváði nafna mín við. Púff og þið með lítið barn. "Hann fer alltaf niðri bæ milli 11 og 12 og þá er friður... Ég get ekki annað en dáðst af þeim fyrir að sýna þessum manni eins mikið umbuðarlyndi og raunin er þar sem allir í kring eru búnir að kvarta yfir hávaða nema þau en ekkert gerist. Í sannleika sagt, var á tímibili varla hægt að tala saman þar sem blaaasssttiiiðð hans var spilað skuggalega hátt. Allt í kring er barnafólk... hvað á fólk eignilega að gera??? ég sem var að nölla yfir japönsku nágrönnunum sem spila japanska þjóðlagatónlist (nei ok ...japanskt popp :) og húsmóðurinni sem býr fyrir ofan okkur. Það er engin lýgi.. þegar hún tekur upp ryksuguna, þá hristast myndirnar mínar á veggjunum, þvílík ástríða á þrifunum... Kommon félaginn er þrítugur og hann getur ekki sýnt nágrönnum sínum sanngjarna tillitsemi....
Spurning dagsins: Hvað er hægt að gera við tillitslausa nágranna?
Spurning dagsins: Hvað er hægt að gera við tillitslausa nágranna?