Á fróni...

föstudagur, febrúar 07, 2003

"Hagnaður Búnaðarbanka Íslands hf. á árinu 2002 var 2.755 milljónir króna fyrir skatta en 2.288 milljónir að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Hefur hagnaður bankans aldrei verið meiri." "Hagnaður Landsbanka Íslands hf. á árinu 2002 nam 2.549 milljónum króna fyrir skatta, en að teknu tilliti til skatta nam hagnaður bankans 2.028 milljónum króna": segir moggin!!! Hvað er þetta með bullandi hagnað bankanna ár eftir ár? Ég bara spyr sem neytandi, þar sem ég hef hvergi orðið vör við neina vaxtalækkun. Ég er nú enginn fjármálasnillingur og veit vissulega að bankarnir eru reknir með arð í huga en er ekki tími til komin að þeir fari að leyfa viðskiptavinum sínum að njóta arðsins til dæmis í formi lægri vaxta á útlán eða... hærra vaxta á sparifé. Hvað er málið???